Súkkulaðitrufflur að hætti BRIKK

Kristinn Magnússon

Fátt er betra (og „lekkerara“) en súkkulaðitrufflur og til þess að gera gott betra fengum við uppskriftina frá bakaríinu BRIKK sem er að gera allt vitlaust þessa dagana. 

Uppskriftin er einföld en góð og það er ekki úr vegi að skella í einn truffluskammt meðan mesta rigningin er enda fátt betra en að hjúfra sig undir teppi með góða bók og kaffibolla... og trufflur.

Súkkulaðitrufflur að hætti BRIKK
  • 560 g dökkt súkkulaði
  • 500 g rjómi
  • 100 g mjúkt smjör
  • 90 g hunang

Aðferð:

  1. Rjómi og hunang hitað að suðu, hellt yfir súkkulaðið og blandað saman.
  2. Smjörinu bætt við í nokkrum skömmtum.
  3. Kælt yfir nótt og sprautað daginn eftir í litlar kúlur og kælt.
  4. Hjúpað með dökku súkkulaði og sett í kakóduft áður en súkkulaðið storknar.
  5. Geymist í kæli.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert