Tusku-umræða setur Facebook á hliðina

Hér má sjá tusku frá Blindrafélaginu sem þykja mjög góðar …
Hér má sjá tusku frá Blindrafélaginu sem þykja mjög góðar ef marka má ummæli inn á spjallþráðnum. Ljósmynd: Blindrafélagið

Tuska er ekki bara tuska og sitt sýnist hverjum eins og komið hefur í ljós inn á Costco-hópnum góða. Er málið helst farið að líkjast lönguvitleysu og hafa yfir 250 ummæli verið rituð - um tuskur. 

Forsaga málsins er sú að keyptar voru tuskur í Costco og var eigandinn í fyrstu mjög ánægður með þær. Eftir þvott undu þær hins vegar upp á sig og ákvað eigandinn þá að leita ráða inn í hópnum til að athuga hvort þetta væri eðlileg. 

Við það fóru hressilegar umræður í gang sem sér ekki fyrir endann á. Ljóst er að meðlimir hópsins (sem telur hálfa þjóðina) hafa sterkar skoðanir á tuskum og skemmtilegum spjallþráðum.

Hvort þetta verði flokkað sem stóra tuskumálið skal ósagt látið en ljóst er að tuskur skipta miklu máli, enda bráðnauðsynlegar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert