Bláberjaterta sem gerir lífið betra

<div>Það er fátt meira viðeigandi á sunnudegi en bláberjaterta – sem í kaupbæti er hráterta. Það þýðir að ekki þarf að baka hana sem þýðir jafnframt að ekkert mál er að henda í eina slíka í útilegunni eða sumarbústaðnum.</div>

Það er Albert Eiríksson sem á heiðurinn að þessari uppskrift en sjálfur segist hann hafa notað frosin bláber þegar hann gerði kökuna fyrst en það hafi ekki gengið nógu vel þar sem kókosolían harðnar þegar hún blandist köldum berjunum. Best sé því að nota fersk ber. Kakan er jafnvel enn betri daginn eftir. 

<div></div><section class="recipe-card"> <h3><b>Bláberjaterta – bærilega góð hráterta</b></h3> <div></div> <div><strong>Botn:</strong></div> <div> <ul> <li>1 1/2 b mjúkar döðlur</li> <li>1 b möndlur</li> <li>2-3 msk. hunang</li> <li>1/3 tsk. salt</li> </ul> </div> <div></div> <div><strong>Fylling:</strong></div> <div> <ul> <li>1 dl kókosmjöl</li> <li>2 dl kasjúhnetur eða brasilíuhnetur</li> <li>2 dl fersk bláber eða frosin og þídd</li> <li>1-2 msk. hunang eða agave-síróp eftir smekk</li> <li>2-3 msk. fljótandi kókosolía</li> <li>1 msk. sítrónusafi</li> </ul> </div> <div></div> <div><strong>Skraut:</strong> (Mega) Nóa Kropp, bláber, limebörkur, ávextir.</div> <div></div> <div><strong>Aðferð:</strong></div> <div></div> <div><strong>Botn:</strong> Leggið möndlur og döðlur í bleyti í 20-30 mín. Setjið öll hráefnin í matvinnsluvél og maukið – samt ekki of lengi. Takið botninn úr smelluformi og setjið hringinn beint á tertudisk. Þrýstið deiginu í formið. Kælið.</div> <div></div> <div><strong>Fylling:</strong> Maukið allt saman í matvinnsluvél. Hellið blöndunni í formið og frystið í 30-60 mín.</div> <div></div> <div>Skreytið með Nóa Kroppi, bláberjum, límónuberki, ávöxtum.</div> </section>
Albert Eiríksson.
Albert Eiríksson. Hanna Andrésdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert