Geta bollarnir gert kaffið betra?

Ljósmynd: Maikr.

Hönnun á vínglösum er útpæld og til þess fallin að loftflæði verði sem best í glasinu til að hámarka ilm og öndun vínsins. Í þeim anda hefur hönnunarfyrirtækið Maikr hannað línuna Mato sem miðar að því sama – bara með kaffi. 

Um er að ræða bolla sem búnir eru til úr sérstökum leir sem viðheldur hita betur og minna um margt á vínglas í lögum sem á að tryggja hámarksgæði.

Bollarnir eru í hlutlausum litum og hægt er að stafla þeim. 

Bollarnir kosta um 2.500 krónur og hægt er að panta þá hér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert