Heiðarlegasti veitingastaður á Íslandi?

Veitingastaðurinn Banthai fer óvenjulegar leiðir á heimasíðu sinni og varar þar fólk stórum stöfum við því að það kunni að vera löng bið eftir matnum, stundum sé mikið að gera og þegar það gerist sé algjör óþarfi að væla í Trip Advisor þar sem slíkt geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir veitingastaðinn sem sé að gera sitt allra besta til að anna mikilli eftirspurn.

Banthai er rótgróinn veitingastaður sem starfað hefur í áratugi og verður ekki annað sagt en að heimasíða staðarins slái nýjan tón í veitingageiranum hérlendis. Viðskiptavinir fá skýra viðvörun um að það geti tekið tíma að fá matinn sé mikið að gera en að slíkt sé eðlilegt á flestum veitingastöðum. Hins vegar hafi neikvæð ummæli á Trip Advisor skaðleg áhrif á rekstur staðarins þar sem fólk eigi það til að líta frekar á neikvæð ummæli en jákvæð. 

Staðurinn er margverðlaunaður og vinsæll og ekki við öðru að búast en að viðskiptavinir taki vel í tilmæli staðarins enda algjör óþarfi að vera með leiðindi ef þú veist fyrir fram við hverju er að búast (sé brjálað að gera).

Heimasíðu Banthai má nálgast hér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert