Leiktu þér með bakgrunninn

ljósmynd/Elle Decor

Bakgrunnur eða það sem á ensku kallast backsplash á við um veggplássið aftan við eldhúsbekkinn. Bakgrunnurinn hefur tvíþætt vægi. Annars er hann hugsaður til að verja vegginn, þá ekki síst nálægt vöskum þar sem oftar en ekki er notast við flísar og annað sambærilegt efni sem vatnsver og hins vegar til að gera eldhúsið fallegra.

Það eru margir góðir kostir í boði og við tókum saman nokkra sem eru sívinsælir og koma sérlega vel út. 

ljósmynd/Elle Decor

Parket. Fyrir þá sem elska hlýlega áferð viðarins hentar vel að setja parket á vegginn. Gott er þó að hafa ákveðnar þumalputtareglur í huga. Í fyrsta lagi verður parketið að liggja eins og á gólfinu og í öðru lagi verður að vera svipað parket og á gólfinu. Hægt er að brjóta þetta upp en það verður að vera útpælt því fátt er ljótara en rými þar sem of margar viðartegundir eru við lýði. 

ljósmynd/Elle Decor

Mósaík. Margir elska mósaíkflísar og skyldi engan undra. Þær eru auðveldar, meðfærilegar og ekki spillir fyrir að þær eru fallegar og fáanlegar í fjölda lita, mynstra og með alls konar áferð.

ljósmynd/Elle Decor

Spegill. Það er fátt flottara í eldhús heldur en spegill á vegginn. Að þessu sögðu er nauðsynlegt að heimilisfólk sé sæmilega snyrtilegt í umgengni og að það sé ekki eldavél fyrir framan spegilinn. 

ljósmynd/Elle Decor

Alla leið. Hér er búið að marmaraklæða eyjuna og sama efni heldur áfram á bakgrunninum. Kemur sérlega vel út og skapar sterka heildarmynd. 

ljósmynd/Elle Decor

Lifðu í lit. Vertu óhrædd/ur við að nota liti og skapa sterkar andstæður. það kemur oftar en ekki merkielga vel út. 

ljósmynd/Elle Decor
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert