Ert þú að borða óhemjumikinn sykur í morgunmat?

Granóla getur verið stútfullt af sykri og því góð regla …
Granóla getur verið stútfullt af sykri og því góð regla að rýna vel í innihaldslýsinguna á pakkanum. mbl.is/

Flest erum við að reyna að borða minni sykur en margir kjósa jafnvel að sneiða fram hjá honum algerlega. Gott er að hafa í huga að hinar ýmsu matvörur innihalda ákaflega mikinn sykur þótt margir geri sér ef til vill ekki grein fyrir því. 

Góð regla til að gera sér grein fyrir sykurinnihaldinu er að lesa í hvaða röð innihaldið er talið upp. Ef sykur er í öðru sæti í upptalningunni, t.d. heilhveiti, sykur, smjör, egg..., þýðir það að það er næstmest af sykri í vörunni. 

Í mörgum þeytingum er að finna viðbættan sykur í söfum …
Í mörgum þeytingum er að finna viðbættan sykur í söfum eða frosnum ávaxtapökkum sem notaðir eru við gerð drykkjanna. mbl.is/

Morgunkorn og granóla
Það er leitun að morgunkorni sem ekki inniheldur viðbættan sykur. Mikið af morgunkorni er svo stútfullt af sykri að í raun er það engu skárra en að borða sælgæti í morgunmat! Cherrios þykir einna skárst en inniheldur þó viðbættan sykur. Granóla og múslí er einnig ákaflega sætt og ekki láta gabbast þótt það standi hrásykur, síróp, kókosnektar eða hunang. Granóla má vel vera sætt en það á alls ekki að vera dísætt. Hægt er að kaupa granóla sem sætt er með ávaxtasafa og er því án viðbætts sykurs.

Mjólkurvörur
Mikið af jógúrt ætti fremur heima á eftirréttaborðinu í stað morgunverðarborðsins. Fyrir þá sem vilja sneiða algjörlega fram hjá sykri er sniðugt að vera með hreina jógúrt, skyr eða AB-mjólk í morgunmat með ferskum ávöxtum, hnetum eða sykurlausri sultu. 

Brauð 
Lestu vel utan á brauðið því það er mikið til af brauði án viðbætts sykurs en er það endilega brauðið sem þú ert að borða?

Próteindrykkir
Fjöldi tilbúinna próteindrykkja og -dufta inniheldur mikið magn sykurs. Oft á tíðum er sykurinn kallaður eitthvað annað en sykur eða um sætuefni er að ræða. Það borgar sig að lesa vel utan á umbúðirnar og oft er gott að velja það sem inniheldur hvað minnst af innihaldsefnum.

Ávaxtasafar og hristingar
Gott er að hafa í huga að þó að ávextir innihaldi náttúrulegan sykur er engin ástæða til að drekka fleiri hundruð hitaeiningar í morgunsárið. Hvað ávaxtasafa varðar er best að drekka hreinan safa því oft er viðbættur sykur í slíkum drykkjum. Einnig skal varast að drekka mörg glös með morgunmatnum því í 250 ml glasi af hreinum appelsínusafa eru 120 hitaeiningar.

Hvað hristingana varðar er gott ef hristingurinn skal gegna hlutverki morgunverðar að gæta þess að í honum sé prótein, hvort sem um er að ræða duft, hnetur, hafra, spínat eða annan próteingjafa til að auka á næringargildi og sedduna sem drykkurinn færir. 

Sumar morgunkornstegundir innihalda svo mikinn sykur að alveg eins mætti …
Sumar morgunkornstegundir innihalda svo mikinn sykur að alveg eins mætti gefa börnum sælgæti í morgunmat. Hafragrauturinn stendur þó alltaf fyrir sínu. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert