Systurnar prufukeyra „eldhúsgræjuna sem öllu breytir“

Systurnar Katla og María Krista Hreiðarsdætur eru miklir snillingar eins og margir vita en þær eru konurnar á bak við verslunina Systur og makar sem er í Síðumúlanum. Að auki eru þær með Krista Design og Volcano Design sem þær selja einmitt í verslun sinni. Systunar eru þekktar fyrir að vera afskaplega skemmtilegar og skapandi og fylgjendur þeirra á Snapchat skipta þúsundum. Þær halda einnig úti öflugu bloggi á heimasíðu sinni þar sem meðal annars hefur verið hægt að fylgjast með framkvæmdum við bústað þeirra sem þær hafa heldur betur tekið í gegn.

Sjá frétt mbl.is: Sumarbústaðurinn gjörbreyttur

Á dögunum birtum við frétt um tæki sem kallast Thermomix og á að geta gert nánast allt. Tækið kostar vissulega skildinginn en í því sameinast kostir ansi margra heimilistækja og má færa sannfærandi rök fyrir því að tækið sé ómissandi.

Sjá frétt mbl.is: Eldhúsgræjan sem öllu breytir

Við auglýstum jafnframt eftir því hvort einhver ætti slíkt tæki hér á landi og fljótlega var okkur bent á það að systurnar ættu svona græju og notuðu hana reglulega á Snapchatinu sínu.

Við höfðum því samband við þær – vitandi að þær eru sérlega bóngóðar og til í að gera eitthvað skemmtilegt. Þær tóku vissulega vel í fyrirspurnina og hér gefur að líta afraksturinn sem er sérlega metnaðarfullur svo að ekki verði meira sagt.

Hvað Thermomix-græjuna varðar er morgunljóst að þetta er bráðnauðsynlegt tæki sem við látum okkur dreyma um.

Snatchat þeirra systra er: systurogmakar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert