Ný eldhúsljós valda auknum hjartslætti

Stílhreint og fallegt. Eldhúsljós eru gjarnan fremur litlaus og leiðinleg …
Stílhreint og fallegt. Eldhúsljós eru gjarnan fremur litlaus og leiðinleg og oft er notast við baðljós inni í eldhúsi vegna þess að þau eru mjög rakaþolin þótt þess þurfi þó sjaldnast. mbl.is/talaled.com

Það verður að viðurkennast að þessi ljós eru með þeim fallegri eldhúsljósum sem sést hafa og valda jafnvel örari hjartslætti hjá hönnunarunnendum. Ljósin eru frá Tala og fást hjá versluninni Lumex hérlendis og kosta frá 13.800 krónum en peran og perustæði er selt sér. Viðbrögðin á samfélagsmiðlum hafa ekki leynt sér og nokkuð ljóst er að hönnunarunnendur eru að tryllast yfir ljósunum fögru. Ljósin eru ekki hönnuð sérstalega sem eldhúsljós en okkur á Matarvefnum finnst þau fullkomin yfir eldhúseyju eða borðstofuborð.

Stilhreint og smart. Hægt er að nota perurnar í hefðbundið …
Stilhreint og smart. Hægt er að nota perurnar í hefðbundið perustæði eða kaupa perustæðið með á 8.500 krónur. mbl.is/talaled.com

Tala framleiðir hátækni LED-skrautperur í breskum iðnaðarstíl en það voru fjórir skólafélagar við Edinborgarháskóla sem stofnuðu fyrirtækið. Þeir allir deila þeir ástríðu fyrir hönnun, tækni og sjálfbærni. Sjálfbærni hugsjón þeirra birtist meðal annars í hinu svokallaða „Ten Trees Program“, sem kalla mætti „Tíu trjáa áætlunina“ en með henni skuldbinda þeir fyrirtækið til að planta 10 trjám fyrir 200 seldar perur. Markmið þeirra er að innleiða áætlunina í öllum löndum sem selja TALA-perur og skilja þannig eftir sig blómlega skóga, komandi kynslóðum til hagsbóta. Svo ekki er ólíklegt að Ísland græði nokkur tré á ljósunum fögru.

mbl.is/talaled.com
mbl.is/talaled.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert