IKEA í samkeppni við raforkufyrirtæki

IKEA hefur hingað til farið ótroðnar slóðir í vöruúrvali sínu og nýjasta viðbótin í annars veglega vöruflóru eru sólarrafhlöður sem ætlaðar eru fyrir heimili. 

Að sögn IKEA geta húseigendur nú sett upp þar til gerðar rafhlöður sem séu knúnar af sólarrafhlöðum sem eigi að duga dæmigerðu heimili. Rafhlöðurnar eru þegar komnar í verslanir fyrirtækisins í Bretlandi en þar er raforkuverð með hærra móti. Reiknast sérfræðingum til að árlegur sparnaður fyrir fjölskyldu geti numið allt að 80 þúsund krónum. 

Rafhlöðurnar eru unnar í samstarfi við breska fyrirtækið Solar Century.

Ekki er vitað hvort sólarrafhlöðurnar séu væntanlegar hingað til lands. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert