Hér skaltu stoppa á leiðinni norður

Smáréttabakkinn sló í gegn með bökuðum osti, skinku, sultu og …
Smáréttabakkinn sló í gegn með bökuðum osti, skinku, sultu og nýbökuðu brauði og hrökkum. Sannkallað gúmmelaði. mbl.is/TM

Veitingahúsið Sjávarborg á Hvammstanga er ákaflega sjarmerandi staður og vel þess virði að leggja nokkra auka kílómetra á leið sína til að borða þar bragðmikinn og persónalegan mat á leið sinni um landið. Matarvefurinn renndi þar við í gær á leið sinni norður á Siglufjörð og við vorum ákaflega ánægð með stoppið. Sjávarborg er fjölskyldurekið veitingahús sem leggur mikið upp úr hráefni úr nærumhverfinu.

Húsið sem hýsir veitingastaðinn var upphaflega byggt sem sláturhús en sá hluti sem hýsir staðinn var lengst af nýttur sem frystir fyrir Kaupfélag Vestur-Húnvetninga. Fyrir byggingu sláturhússins stóð þar húsið Sjávarborg en af því er nafn veitingarstaðarins dregið. 

Laxinn var mikið pantaður og staðurinn þéttsetinn.
Laxinn var mikið pantaður og staðurinn þéttsetinn. mbl.is/TM

Ekki aðeins var maturinn góður, umhverfið fallegt og þjónustan góð heldur kom verðið vel við okkur. Ekki er óalgengt að borga 1.600 - 2.200 krónur fyrir hamborgaratilboð í vegasjoppu en við greiddum 2.550 fyrir sérlegan 200 g hamborgara með havartíosti, sulti, sterku majó og salati auk franskra kartaflna. Sjávarréttasúpan á staðnum kostaði hið sama og var í léttari kantinum þeas ekki uppbökuð með rjóma og full af fisk. Hvítvínsglasið var á 1.200 krónur og lítill bjór á 550 krónur. 

Við báðum um steikt egg handa barninu sem var hið minnsta mál og öllum fyrirspurnum tekið með bros á  vör. Frábær staður, barnvænn og virkilega bragðgóður. 

Sjávarréttasúpan er matmikil og staðgóð máltíð fyrir langan akstur.
Sjávarréttasúpan er matmikil og staðgóð máltíð fyrir langan akstur. mbl.is/TM
Þessi unga dama skoðaði Hvammstanga úr öruggri fjarlægð.
Þessi unga dama skoðaði Hvammstanga úr öruggri fjarlægð. mbl.is/TM
Sjávarborg er sjarmerandi veitingahús sem staðsett er niðri viðsjóinn á …
Sjávarborg er sjarmerandi veitingahús sem staðsett er niðri viðsjóinn á Hvammstanga. mbl.is/TM
Hamborgari dagsins er upplifun en ekki fyrir viðkvæma því hann …
Hamborgari dagsins er upplifun en ekki fyrir viðkvæma því hann er nokkuð sterkur. mbl.is/TM
Útsýnið er óborganlegt.
Útsýnið er óborganlegt. mbl.is/TM
Ekkert að því að tilla sér fyrir utan staðínn með …
Ekkert að því að tilla sér fyrir utan staðínn með drykk og njóta íslensku hafgolunnar. mbl.is/TM
Haftengingin er gegnum gangandi í hönnun veitingahússins.
Haftengingin er gegnum gangandi í hönnun veitingahússins. mbl.is/TM
mbl.is/TM
Mbl.is/TM
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert