Eldhúsljósin sem hönnunarunnendur elska

Steyptu kúplarnir Aplomp eru mjög vinsælir.
Steyptu kúplarnir Aplomp eru mjög vinsælir. mbl.is/ Foscarini.com

Á árum áður var vinsælt að kaupa baðherbergisljós inn í eldhús og mikið var rætt um að eldhúsljós yrðu að þola mikinn hita og raka. Matarvefurinn hafði samband við Inga Má Helgason hjá Lumex og spurði hann út heitustu tískustrauma í eldhúslýsingu og hvort ljótir baðkúpullar væri það eina sem lifði af eldhúslífið. 

Er það mýta að eldhúsljós þurfi að vera ákaflega raka og hitaþolin?
Þessi krafa á ekki við í dag þar sem eldhús eru orðin mun opnari og hluti af heild, t.d. borðstofu eða stofu. Eldhúsið er oft vinsælasti staðurinn hýbýlum okkar og þá skiptir lýsing miklu máli. Við þurfum vinnulýsingu þegar við erum að elda og ganga frá en þegar við setjumst niður og viljum hafa það huggulegt þá þurfum við að breyta birtunni.“

Ingi segir að þó þurfi að hafa í huga að ekki öll ljós gangi inn í eldhús þó mjög mörg þoli það vel. „Það sem þarf að varast þegar eldhús er valið að það sé ekki úr efni sem er viðkvæmt fyrir t.d. fitu og raka.“ Ekki þarf sérstakar perur í eldhúsljós þó æskilegt sé að þær lýsi vel og hitni ekki of mikið. Að auki er gott að geta dimmað þær.

Aðspurður um hvað sé vinsælast í eldhúsljósum er það merkjavaran sem skorar hátt hjá landsmönnum. „Það er t.d. vörur frá Tom Dixon þeir lampar eru svo svipmiklir og skemmtilegir. Síðan eru lampar frá Foscarini sem heita Aplomp  alveg frábærir.“

Fallegasta eldhúsljós sem þú hefur séð ?
Vá þetta er erfið spurning!Nýr Aplomp úr steypu með Led frá Foscarini er í miklu uppáhaldi.“

Þetta ljós er í miklu uppáhaldi hjá Inga.
Þetta ljós er í miklu uppáhaldi hjá Inga. mbl.is/ Foscarini
Lítið nett steypuljós á móti dökkri og voldugri innréttingu. Kastarar …
Lítið nett steypuljós á móti dökkri og voldugri innréttingu. Kastarar í loftinu sjá svo um vinnuljós. mbl.is/ Foscarini.com


Hvað er vinsælt í borðstofuljósum?
Borðstofulampa þarf að velja eftir umhverfi, hvernig lofthæð er hvað er borðið stórt og hvaða liti er verið vinna með, líka hvað still er í gangi.

Ég er svakalega hrifin af klassískum lömpum sem eldast vel. Gott er að vanda sig og velja eitthvað sem endist, ekki bara kaupa það sem er í tísku.“

Hrikalega smart en þó einfalt og stílhreint. Ljós sem eldist …
Hrikalega smart en þó einfalt og stílhreint. Ljós sem eldist vel en kostar sitt. mbl.is/
Frisbi frá Flos er vinsælt eldhúsljós og minnir helst á …
Frisbi frá Flos er vinsælt eldhúsljós og minnir helst á geimskip. mbl.is/Pintrest.com

Kopar hefur verið mjög ríkjandi í ljós síðasta ár. Er koparinn ekkert að dett út?
Ég myndi segja að kopar væri ekki að detta út, það hefur aðeins færst yfir í t.d. gyllt en þetta fer eftir umhverfinu. Kopar gefur mikinn svip í því rými sem hann er notaður.“

Eru “iðnaðar” ljós yfir eldhúseyjur á undanhaldi?
Já ég myndi segja að þessi “veitingarhúsa” iðnaðarlýsing er á undanhaldi þar sem það hefur verið notað mikið á síðustu árum,“ segir Ingi og varpar þannig ljósi á heitasta heitt í eldhúsljósum. Þar hafi þið það!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert