Rósa Guðbjarts umbreytti eldhúsinu

Blár steypujárnspotturinn tónar vel við innréttinguna.
Blár steypujárnspotturinn tónar vel við innréttinguna. mbl.is/RG

Rósa Guðbjartsdóttir formaður bæjarráðsí Hafnafirði og sérlegur matgæðingur tók eldhúsið í sumarbústaðnum skemmtilega í gegn í sumar. „Bústaðurinn er 35 ára gamall í Grímsnesinu sem mig langaði til að lýsa aðeins upp og gera bjartari. Þegar til kom var ég ekki tilbúin til að mála panelinn, eins og margir hafa verið að gera undanfarin ár því ég vildi halda í hlýleikann sem felst í honum svona.“ Rósa ákvað þó að mála það tréverk sem var dökklitt líkt og bita í loftunum og í kringum gamla glugga. Það gjörbreytir birtunni í bústaðnum að sögn Rósu sem er ákaflega ánægð með útkomuna.

Eldhúsið fyrir breytingar. Efri skápar voru fjarlægðir og gluggar málaðir …
Eldhúsið fyrir breytingar. Efri skápar voru fjarlægðir og gluggar málaðir ljósir. mbl.is/RG

„Ég vildi líka flikka upp á litla eldhúsið, mála innréttinguna og gera lágmarksbreytingar. Ég var staðráðin í að mála innréttinguna í einhverjum fallegum bláum lit og fyrir valinu varð litur sem heitir Glowing Paris frá Sérefni. Við ákváðum líka að létta aðeins til í eldhúsinu og taka niður eftir skápana og þá kom í ljós að upprunalega panelinn vantaði. Úr varð að ég setti hvíta veggklæðningu fyrir ofan eldavélina og vaskinn og rammaði inn með messinglistum. Klæðningin er algjör snilld, lítur út eins og flísar og auðvelt að setja upp, hún fæst í Þ. Þorgrímsson.“

Hvíti skápurinn geymir fallegt eldra stell sem á einstaklega vel …
Hvíti skápurinn geymir fallegt eldra stell sem á einstaklega vel við í sumarhúsinu. mbl.is/RG

Það er varla til sú stærri hýbýlabreiting sem ekki felur í sér Ikea ferð og er því ekki að undra að nýja borðplatan, svartar hillustoðir og hengi eru úr IKEA. „Viðarplötuna sem ég nota fyrir hillu fékk ég í Bauhaus. Pantaði svo nýjar skápahöldur á netinu og valdi tvær tegundir, messing á skáphurðirnar og postulíns á skúffurnar. Þegar efri skáparnir voru farnir, setti ég upp gamlan viðarskáp sem ég átti og málaði hvítan fyrir mörgum árum og nota fyrir glös og bolla. Einnig keypti ég á bland.is stóran glerskáp sem er í stofunni þar sem ég geymi fleira leirtau. Ég hef frá unglingsaldri verið veik fyrir gömlu dóti og mála, bólstra og endurnýti gömul húsgögn sem til falla í fjölskyldunni og víðar. Gamalt leirtau og eldhúsdót hefur alltaf verið í sérstöku uppáhaldi og ,,eldist“ alls ekki af mér að hafa gaman af slíku. Í gegnum tíðina hef ég fengið hluti sem einhverjir í fjölskyldunni hafa ætlað að henda og ég hef séð eitthvað fallegt við. Einnig hef ég fundið ýmislegt skemmtilegt í Góða hirðinum og á vefsíðum og slíkum stöðum sem selja gamalt dót,“ segir Rósa og við á Matarvefnum tökum andköf af huggulegheitum. Gamalt getur svo sannarlega orðið nýtt og gamla matarstellið setur fallegan og rómatískan blæ á sumarhúsið.

Hillurberarnir eru frá Ikea en hilluefnið frá Bauhaus.
Hillurberarnir eru frá Ikea en hilluefnið frá Bauhaus. mbl.is/TM
Skrautmunir, borðbúnaður og pottar er allt í gamaldags stíl og …
Skrautmunir, borðbúnaður og pottar er allt í gamaldags stíl og vekur upp hugljúfar minningar um kaffi hjá ömmu. mbl.is/ RG
Höldurnar fallegu eru pantaðar frá anthropologie.com en sú verslun hefur …
Höldurnar fallegu eru pantaðar frá anthropologie.com en sú verslun hefur verið uppáhaldsverslunin Rósa frá því hún kynntist henni fyrst í Bandaríkjunum um aldamótin. mbl.is/RG
Allir smáhlutnirnir eru í notalegum gömlum stíl.
Allir smáhlutnirnir eru í notalegum gömlum stíl. mbl.is/RG
Þetta stell hreinlega hrópa á heitt súkkulaði og pönnukökur.
Þetta stell hreinlega hrópa á heitt súkkulaði og pönnukökur. mbl.is/RG
Rósa hefur gefið út fjölda vinsælla matreiðslubóka og leggur mikið …
Rósa hefur gefið út fjölda vinsælla matreiðslubóka og leggur mikið upp úr fallegu og verklegu eldhúsi. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert