Filmun á ísskápum ákaflega vinsæl

Filmun á ísskápum getur komið mjög vel út sérstaklega ef …
Filmun á ísskápum getur komið mjög vel út sérstaklega ef þeir eru illa farnir að utan. mbl.is/samsett
Filmun á innréttingum hefur lengi verið vinsælt og sniðug lausn til að lífga upp á þreyttar innréttingar. Svo viðist sem hægt sé að filma nánast hvað sem er, hurðir, bíla, innréttingar, háfa, ísskápa og svo mætti lengi telja. Guðmundur Kristjánsson og Harpa Nóadottir eru með fyrirtækið Hönnun og skart á facebook.
Matarvefurinn rakst þar á skemmtilegar fyrir og eftirmyndir þar sem ísskápur og háfur voru filmaðir með mattri dökkri filmu til að falla betur inn í innréttinguna. 

Hér var brún viðarinnrétting öll filmuð ásamt ísskáp og háf.
Hér var brún viðarinnrétting öll filmuð ásamt ísskáp og háf. mbl.is/
„Filman sem við erum að nota er bílafilma og er gefin upp fyrir 5-7 ár, þannig að gera mætti ráð fyrir meiri endingu á innréttingu innandyra en á bíl utandyra,“ segir Harpa. Hún segir filmuna vera þægilega í þrifum en hana megi þrífa með mildum hreingerningarefnum. 
Harpa segir að hví háglansfilma hafi verið ríkjandi síðustu ár en nú vilji fólk í meira magni mattar filmur og dökkar. En hvað skyldi kosta að filma eins og einn ísskáp?  „Að filma ísskáp fer svolítið eftir efnisvalinu þar sem það er misdýrt. Ef við mundum miða við hvíta eða svarta filmu væri það um 25.000 kr,“ segir hún og bendir þó á að hvert verk sé mismunandi.
Háfurinn fékk nýtt líf með filmunni.
Háfurinn fékk nýtt líf með filmunni. mbl.is/
Hér hefur innrétting verið filmuð með hvítri háglans filmu.
Hér hefur innrétting verið filmuð með hvítri háglans filmu. mbl.is/
Harpa að störfum við filmun á háf.
Harpa að störfum við filmun á háf. mbl.is/
Guðmundur segir filmun vera nákvæmisvinnu.
Guðmundur segir filmun vera nákvæmisvinnu. mbl.is/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert