Mjöllaust hrökkbrauð, aðeins 3 innihaldsefni

Hrökkbrauðið inniheldur einnig hörfræ sem eru ákaflega holl, trefjarík og …
Hrökkbrauðið inniheldur einnig hörfræ sem eru ákaflega holl, trefjarík og stútfull af omega 3. mbl.is/

Gunnar Már Kamban, einkaþjálfari og eigandi habs.is, deilir hér með okkur einfaldri og ákaflega hollri uppskrift að mjöllausu hrökkbrauði sem tilvalið er að eiga til að grípa í. Gunnar er talsmaður þess að fólk minnki eða hætti almennu brauðáti en borði meira af alls konar hrökkbrauðum eins og þessu hér. Hollt, einfallt og bragðgott! 

125 gr. hörfræ
50 gr. sólblómafræ
25 sesamfræ
180 ml vatn

Stilltu ofninn á 180°

Blandaðu öllum hráefnunum í skál og láttu standa í 30 mín.

Settu smjörpappír í ofnskúffu og helltu blöndunni á pappírinn. Gott er að setja annað blað af smjörpappír yfir og dreifa þannig vel úr blöndunni svo hún verði mjög þunn.

Bakaðu í 25 - 30 mínútur. Slökktu á ofninum og láttu það bíða í aðrar 30 mínútur.

Skerðu eða brjóttu kexið niður og geymdu í lokuðu íláti.

Gunnar Már Sigfússon, einkaþjálfi og matgæðingur.
Gunnar Már Sigfússon, einkaþjálfi og matgæðingur. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert