Útiloka ekki að bæta við H&M heimilislínunni

H&M býður upp á gott úrval af svuntum, viskustykkjum, ilmkertum, …
H&M býður upp á gott úrval af svuntum, viskustykkjum, ilmkertum, dúkum og borðbúnaði. mbl.is/HM.com

Eins og fram hefur komið huggst H&M ekki opna heimilisdeild hérlendis en sú deild nýtur mikilla vinsælda hjá fagurkerum víða um heim. Það er að finna litríkt úrval af borðbúnaði, svuntum, koddum, dúkum, servéttum, viskastykkjum og kertum svo fátteitt sé nefnt. Það er því ekki að undra að það hafi þótt hinar verstu fregnir að slík deild yrði ekki opnuð hérlendis. Matarvefurinn hafði samband við Önnu Margréti Gunnarsdóttir í markaðsdeild H&M.

„Til að byrja með er fókusinn á að opna þær verslanir sem áætlaðar eru, sú fyrsta opnar í Smáralind eftir aðeins nokkra daga. Hvað framtíðina varðar er alls ekki útilokað að verslunareiningar eins og H&M Home bætist við en því miður bý ég ekki yfir nánari upplýsingum um þau áform,“ segir Anna Margrét og nú krossa án efa margir fingur. 

Það vekur einnig athygli að verslunin Zara hefur heldur aldrei boðið upp á heimilislínu sína hérlendis en línan er ákaflega vinsæl og falleg. „Zara Home er í raun önnur búð og annað vörumerki og er aldrei inn í fataverslunina,“ segir Ingibjörg Sverrisdóttir rekstrarstjóri Zöru á Íslandi.  Hún segir það þó hafa komið til tals og Zara Home væri mjög spennandi kostur.

„Við erum að fara að opna nýja og stærri verslun í Smáraind svo öll athygli er á því sem stendur. Svo heldur lífið áfram og það væri spennandi kostur að skoða Zara Home í framtíðinni. Þær verslanir eru að sækja í sig veðrið á Norðurlöndunum og eru ákaflega vinsælar,“ segir Ingibjörg að lokum.

Zara Home línan hefur aldrei fengist hérlendis.
Zara Home línan hefur aldrei fengist hérlendis. mbl.is/zarahome
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert