Einn vinsælasti kokteill heims sagður heilsuspillandi

Hér gefur að líta koparmál eins og drykkurinn er borinn …
Hér gefur að líta koparmál eins og drykkurinn er borinn fram í. mbl.is/crate&barrell

Sá orðrómur hefur gengið fjöllum hærra undanfarnar vikur að einn vinsælasti kokteill heims, Moscow Mule, valdi eitrun. Skiljanlega ollu þær fréttir miklu uppnámi enda drykkurinn ákaflega vinsæll og bragðgóður. Talið er að upptök orðrómsins eigi rætur að rekja til tilkynningar sem gefin var út á vegum Iowa fylkis í Bandaríkjunum sendi frá sér þar sem mælst var til þess að fólk neytti drykkjarins ekki vegna hættu á kopareitrunar en eitt af sérkennum drykkjarins eru einmitt koparkönnurnar sem drykkurinn er borinn fram í.

Málið hefur verið rannsakað til hlýtar og niðurstaðan er sú að hér sé fremur óvísindalegar heimildir að ræða. Í tilkynningunni segir að fólki sé ráðlagt að neyta súrra drykkja úr bollum úr kopar þar sem sýran veldur því að málmurinn smitast út í vökvann. Í ljós kemur að þótt að sítrónan sé vissulega súr (pH 2-2,5) er drykkurinn sjálfur samansettur í kringum pH 6.

Þótt að einhver tæring verði þá sé það eðlilegt og að líkaminn þarfnist kopars í örlitlu magni. Eitrunareinkenni af of mikilli koparneyslu séu helst ógleði og skv. mælingum þyrfti að drekka ansi marga drykki til þess að til þess kæmi - svo marga reyndar að það telst næsta ómögulegt í einni atrennu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert