Chillí-reglurnar mikilvægu

Chillípipar er afar bragðgóður en hann getur líka verið skaðvaldur.
Chillípipar er afar bragðgóður en hann getur líka verið skaðvaldur. mbl.is/Thinckstock

Það hafa flestir heyrt söguna af manninum sem skar chillí-pipar og þurfti svo að fara á salhernið með tilheyrandi sviða á allra heilagasta staðnum. Nú eða lent í því að nudda augun á sér eftir chillískurð með tilheyrandi ópum og óþægindum. Margir forðast jafnvel að nota þetta ljúffenga hráefni sökum þessa. En örvæntið ei! Ef chillí-reglurnar eru heiðraðar er þetta allt í sómanum.

Þessar reglur kenndi Linda Björk Ingimarsdóttir matgæðingur mér og síðan hefur allt chillí-drama horfið!

Nr 1 Stærðin skiptir máli. Því stærri sem chillí-aldinið er því veikara er það. Þeir minnstu er því sterkari. 

Nr 2 Notið alltaf hanska. Það auðveldar allt. Það má vel nota uppþvottahanska.

Nr 3 Fræhreinsið. Ef þið viljið ekki mjög sterkan mat eða eruð byrjendur í chillí-eldamennsku er gott að taka öll fræ úr. Þau eru sterki hlutinn.

Nr 4. Þekkið muninn. Grænn er örlítið beiskari en rauður sætari svipað og ef um papriku væri að ræða. Habanero er önnur tegund af eldpipar og er með örlitlum ávaxtakeim. Jalapeno er svo sterkari en chilli nema að chillíinn sé mjög lítill.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert