Hjónabandssæla með rifsberjakeim

Hjónabandssælu mætti vel kalla sunnudagssælu enda einstaklega heimilislegt og kósý …
Hjónabandssælu mætti vel kalla sunnudagssælu enda einstaklega heimilislegt og kósý að skella í eina svona fyrir sunnudagskaffitímann. mbl.is/gootteri.is

Berglind Hreiðarsdóttir, sætindameistari á gotteri.is, setti rifsberjasultu í hjónabandssæluna sem hún bakaði um daginn og útkoman var stórgóð. Nú sjást hárauð og falleg rifsber víða um borg og bý og því tilvalið að skella í þessa sunnudagssælu. 

Hjónabandssæla með rifskeim

  • 240 g mjúkt smjör
  • 225 g hveiti
  • 90 g sykur
  • 65 g púðursykur
  • 2 tsk. lyftiduft
  • 200 g haframjöl
  • 5 msk. rifsberjagel
  • 6 msk. rabarbarasulta
  1. Hrærið saman smjör, hveiti, sykur og púðursykur með K-inu
  2. Bætið haframjöli og lyftidufti saman við í lokin
  3. Setjið um 2/3 af deiginu í botninn á vel smurðu springformi (um 22 cm í þvermál) og ýtið aðeins upp á kantana
  4. Blandið sultunum saman og smyrjið yfir botninn
  5. Myljið restina af deiginu yfir sultuna
  6. Bakið við 175°C í um 50 mínútur eða þar til kakan fer að gyllast
  7. Kælið, takið úr forminu og berið fram með þeyttum rjóma.
Fyrir bakstur.
Fyrir bakstur. mbl.is/gotter.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert