Blótar umtalsvert minna en faðir hennar

Tilly Ramsay eða Mathilda Ramsay eins og hún heitir fullu …
Tilly Ramsay eða Mathilda Ramsay eins og hún heitir fullu nafni. mbl.is/Tilly´s Kitchen Takeover

Dóttir Gordons Ramsays, Tilly, hefur gefið út sína fyrstu matreiðslubók og fetar þar með í fótspor föður síns. Tilly hefur þegar getið sér gott orð fyrir matreiðsluþættina Matilda and the Ramsay bunch, sem hún stýrir með miklum myndarbrag og sannar svo um munar að sjaldan fellur eplið langt frá eikinni.

Tilly segir að sinn matur sé mun einfaldari en föður hennar. Þrátt fyrir að henni þyki maturinn hans frábær geti hann verið flókinn en hennar matur sé það alls ekki.

Á forsíðu bókarinnar kemur fram að faðir hennar sé sérlegur ráðgjafi hennar og segist hún ánægð með samstarfið. Hann hafi verið hennar stoð og stytta þegar hún hafi leitað til hans en hann sé alls ekki ágengur og leyfi henni að þróa sinn stíl í friði. Bókin hefur hlotið góðar viðtökur þótt enn sé of snemmt að segja til um hvernig henni muni reiða af og þykir Tilly jafnframt standa sig vel fyrir framan sjónvarpsmyndavélarnar. Hún blótar jafnframt umtalsvert minna en faðir hennar enda markhópur hennar fremur börn og ungt fólk.

Hér deilum við uppskrift hennar að granólastykkjum sem sögð eru í miklu uppáhaldi hjá allri fjölskyldunni.

Granolað er gómsætt.
Granolað er gómsætt. mbl.is/Tilly´s Kitchen Takeover

Granólastykki

12-14 stykki

  • 180 g döðlur, mjúkar og steinhreinsaðar
  • 360 ml hunang
  • 250 g valsaðir hafrar
  • 60 g pekanhnetur, gróft saxaðar
  • 60 g þurrkaðar apríkósur, gróft saxaðar
  • 30 g sólblómafræ
  • 120 g kókosflögur
  • 2 msk. chia-fræ
  • grænmetis- eða sólblómaolía til að smyrja formin

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 180 gráður.
  2. Setjið döðlurnar í líltinn pott með hunanginu. Látið suðuna koma upp og skellið þá í blandarann og blandið þar til mjúkt. Látið kólna meðan afgangurinn af hráefnunum er meðhöndlaður.
  3. Setjið hafra, pekanhnetur, apríkósur, sólblómafræ, kókosflögur og chia-fræ í skál og bætið döðlumaukinu saman við. Blandið vel saman.
  4. Takið ferkantað kökuform (20-25 cm) og setjið bökunarpappír í það. Penslið með olíunni. Helið granólanu saman við og þrýstið því vel út í hornin. Reynið að hafa yfirborðið eins slétt og kostur er.
  5. Setjið í ofninn í 40 mínútur og takið síðan út og látið kólna.
Hjér má sjá forsíðu bókarinnar.
Hjér má sjá forsíðu bókarinnar. mbl.is/Tilly´s Kitchen Takeover
Ramsay-fjölskyldan á góðri stundu.
Ramsay-fjölskyldan á góðri stundu. mbl.is/Tilly´s Kitchen Takeover
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert