Flatkökur meistarans

Sveinn Waage, bjórkennari Sæta svínsins, mælti með Bríó með þessum …
Sveinn Waage, bjórkennari Sæta svínsins, mælti með Bríó með þessum rétti þar sem bjórinn kallast á við réttinn og myndar skemmtilegt mótvægi. mbl.is/ TM

Á Sæta svíninu er að finna flatkökurétt sem steinliggur með köldum bjór eins og gestir Bjórnámskeiðs Sæta svínsins hafa upplifað. Flatkökurnar eru alveg ákaflega einfaldar og góðar og henta hvort sem er sem partýréttur eða hreinlega heilsuréttur enda er uppskriftin góð blanda af kolvetnum, próteini og fitu. Það er að segja ef bjórnum er sleppt! 

Uppskriftin er fyrir ca. 10 manns en þá þarftu góðan slatta af flatkökum.

„Við bökum ekki flatkökurnar sjálf heldur kaupum, að okkar mati, bestu flatkökur Íslands í Kökuhorninu í Kópavogi,“ sagði kokkur staðarins okkur um leið og hann lak í okkur sáraeinfaldri en virkilega góðri uppskriftinni.

Léttgrafin bleikja  
1 kíló af bleikju

Kryddblanda fyrir bleikjuna:
450 g salt
550 g sykur
5 msk. dill ( þurrkað)
2 msk. fennelfræ
1 msk.  þurrkuð einiber
2 msk. kóríanderfræ
10 stk. lárviðarlauf 

Öllu blandað saman og sett yfir bleikjuna. Grafa hana í svona 2—4 tíma eftir stærð

Rjómaostur
Mjúkur rjómaostur 500 g
Saxaður skallotlaukur 3 stk.
Sítrónuolía 4 msk.
Pipar 1 tsk. 

Öllu blandað saman.

Bleikjan skorin þunnt og sett á flatkökuna og yfir er settur rjómaosturinn ásamt smá grein af fersku dilli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert