Karlarnir borga meira fyrir sopann

mbl.is/skjáskot af Twitter

Kaffihús nokkurt hefur tekið upp á þeirri óvenjulegu nýbreytni að rukka karlmenn meira en konur. Ástæðan? Jú, markmiðið er að vekja athygli á kynbundnum launamun og helgast prósentutalan af þeirri tölu sem munaði á launum kynjanna árið 2016.

Kaffiðhúið er í Melbourne í Ástralíu gefur sig út fyrir að vera „rými fyrir konur hannað af konum“ og markmiðið er eins og áður segir að vekja athygli á kynbundnum launamun, sem mældist 17,7% í fyrra. Mismunurinn mun renna til góðgerðarmála.

Þetta er þó ekki eina reglan á kaffihúsinu heldur er gert ráð fyrir því í húsreglum að konur fái bestu sætin og virðing sé gagnkvæm. Reglurnar eru skrifaðar upp á krítartöflu eins og sjá má á meðfylgjandi mynd og hefur starfsfólk kaffihússins nefnt „karlaverðið“ mannaskatt!

Kaffihúsið hefur verið gagnrýnt fyrir gjörninginn en eigandi þess, Alex O'Brien, sagði í viðtali við Seven News í Ástralíu að skatturinn væri valkvæður.

„Ef fólk er ekki sátt við að borga hærra verð - ef karlmenn eru ekki sáttir - verður þeim ekki hent út. Þetta er bara gott tækifæri til að láta gott af sér leiða,“ sagði O'Brien. Aðalmarkmiðið sé að vekja fólk til umhugsunar - þá ekki síst karlmenn.

mbl.is/skjáskot af Twitter
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert