Eggjaát ekki jafnhættulegt og reykingar

Heimildarmyndin What the health þykir ekki sú áræðanlegasta.
Heimildarmyndin What the health þykir ekki sú áræðanlegasta. mbl.is/

What the Health, heimildamynd um vegan-mataræði á Netflix, sem notið hefur töluverðra vinsælda, hefur verið mikið gagnrýnd af næringarfræðingum vestanhafs. Þannig hafa þeir bent á ýmislegt sem haldið er fram í myndinni sem sé beinlínis rangt, til að mynda að það sé jafnóhollt að borða eitt egg á dag og að reykja fimm sígarettur á dag. Leikstjórar og framleiðendur myndarinnar eru þeir sömu og gerðu aðra vinsæla mynd, Cowspiracy, og eru sakaðir um að fara rangt með staðreyndir og hafa vísindin ekki á bak við sig.

Í grein sem birtist í Time í vikunni er farið yfir fjögur atriði sem eru stór hluti myndarinnar en röng. Ber þar fyrst að nefna eggjaneysluna þar sem sú yfirlýsing byggist á úreltum rannsóknum um kólesteról. Í myndinni er einnig fjallað um sykurneyslu og að tengsl hennar við slæma heilsu séu orðum aukin. Slæma heilsu í dag megi frekar tengja neyslu á prótíni úr dýraafurðum en næringarfræðingar segja allar nýrri rannsóknir sýna mun skaðlegri áhrif sykurs en dýraprótíns.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert