Jón Gnarr bendir á að aðeins sé 65% kjöt í pylsum

Jón Gnarr vill gjarnan losna við sykur og aukaefni úr …
Jón Gnarr vill gjarnan losna við sykur og aukaefni úr mat. Eða að minnsta kosti að pylsur innihaldi meira kjöt og minna rugl. mbl.is/Facebook.com

Jón Gnarr, grínisti og fyrrverandi borgarstjóri, er kominn með nóg af matvöru sem er stútfull af aukaefnum. Hann ritar í færslu á Facebook-síðu sinni að það reynist honum erfitt að kaupa íslenska vöru þar sem viðbættur sykur og óþarfa aukaefni séu gjarnan í óeðlilegum mæli. Sem dæmi nefnir hann að aðeins 65% í vínarpylsum frá SS sé kjöt. Við nánari skoðun á heimasíðu SS kemur í ljós að einungis 53% kjöt er í svokölluðum Léttari vínarpylsum.

mbl.is/Skjáskot ss.is

Jón vill hreinni matvöru og minna af viðbættum efnum sem er gott og gilt. Í færslunni ritar hann meðal annars „ég fór svo að lesa innihaldslýsinguna á þessu og komst þá að því að það er einungis 65% kjöt í vínarpulsunum frá SS, en svo kartöflumjöl, sojaprótein og þrúgusykur og maltódextrín. Sykur í pulsum?? wtf? pólsku pulsurnar eru aftur á móti ca 90% kjöt, enginn sykur og ekkert soja. Þá fór ég að skoða meðlætið. SS sinnepið. Innihaldið í því er eftirfarandi: vatn, hveiti, kartöflumjöl, SYKUR. Í alvöru?!! Sykur í sinnepi, hvern hefði grunað það? Sýnist flest útlenskt sinnep allt öðuvísi uppbyggt, sykurlaust og yfirleitt með sinnepsfræjum.

Pylsubrauð berst einnig í tal á þræðinum en hvert pylsubrauð inniheldur einnig töluverðan sykur og hvert brauð er um 120 hitaeiningar (miðað við 40 gr. brauð).

mbl.is/Skjáskot Facebook
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert