Kaffi gegn appelsínuhúð

Þennan skrúbb er tilvalið að henda í vikulega og nýta …
Þennan skrúbb er tilvalið að henda í vikulega og nýta kaffikorg. Hann er einnig hin fínasta gjöf og þarf ekkert að tengjast appelsínuhúð! mbl.is/Thinkstock

Blessað kaffið er ýmis lofað í hástert eða því bölvað út í eitt. Burtséð frá heilsufarslegum kostum og ókostum þessa að innbyrða það virðist kaffiskrúbbur gera kroppnum mjög gott en við á Matarvefnum gerum reglulega skrúbb úr kaffikorg sem fellur til. Við erum ekki frá því að appelsínuhúðin sé bara að rýrna (já ég er með appelsínuhúð) enda er skrúbburinn grófur og ku ýta undir blóðflæði þar sem honum er nuddað. Alla vega hafa lærin á okkur vinkonunum sem gerðum skrúbbinn sjaldan verið eins hress!

Mælt er með að nota skrúbbinn á rass og læri en ekki á viðkvæma húð.

Innihaldsefni
  1. 3 dl kaffikorgur
  2. 1 dl kókosolía, bráðin
  3. 1 dl sjávarsalt eða sykur
Leiðbeiningar
  1. Öllu blandað saman í krukku.
  2. Krukkuna geymi ég svo í sturtunni og skrúbba húðina með skrúbbnum vikulega.
  3. Ef þú vilt meiri hreinsun er hægt að nota skrúbbhanska eða bursta til að skrúbba húðina.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert