Hollari rifsberja- og hindberjasulta

Sætar sultur eru fullkomin leið til að lengja sumarið og …
Sætar sultur eru fullkomin leið til að lengja sumarið og byrja hvern morgun með smá sultu! mbl.is/Tobba Marinósdóttir

Berin eru mætt í öllu sínu veldi og ekki seinna vænna en að dunda sér við að tína áður en fuglarnir tæma móa og beð. Hér kemur ein skemmtileg uppskrift sem við á Matarvefnum erum mjög hrifin af og mælum með út á gríska jógúrt. Það má vel nota ferskar döðlur, stevíu eða aðra sætu í stað hunangs ef fólk vill. Grænu berin eru gjarnan höfð með, nokkur stykki til að hjálpa sultunni að þykkna.

Hollari rifs- og hindberjasulta

500 g rifsber – nokkur græn til að þykkja með
400 g hindber
1 dl appelsínusafi
1 dl hunang
Nokkrir vanilu-stevíu dropar ef vill

Takið berin af stönglunum. Sjóðið stönglana í 1 dl af vatni í um 15 mín. til að fá þykkingarefnið úr þeim. Það er að segja efnið sem þykkir sultuna. Hendið svo stilkunum en hellið vatninu yfir berin í potti ásamt appelsínusafanum. Bætið hunanginu við. Sjóðið niður uns úr verður þykk sulta.

Berin eru víða orðin fagurrauð og sæt. Þessi mynd er …
Berin eru víða orðin fagurrauð og sæt. Þessi mynd er tekin í Vesturbænum í síðustu viku. mbl.is/Tobba Marinós
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert