Ný vörulína frá Søstrene Grene veldur titringi

Línan frá systrunum er með rómantískum blæ.
Línan frá systrunum er með rómantískum blæ. mbl.is/Samsett

Danska verslunarkeðjan Søstrene Grene er ákaflega vinsæl hérlendis en dæmi eru um að fólk bíði í röð klukkustundum saman til að kaupa ákveðna hillu eða stól. Það er því ekki að undra að það hafi valdið léttum titringi á samfélagsmiðlum í morgun þegar verslunin birti vörulista sinn með myndum af nýju haustlínunni. 

Línan fer í sölu 7. september en ekki verður hægt að panta vörur áður en þær koma í verslunina 7. september. Meðal þess sem er að finna í línunni eru hillur, borðbúnaður, eldhússtólar og skurðarbretti.

Línan er líkt og síðasta lína í pastel-litum og er ákaflega falleg en er þó laus við gyllt og brass sem var áberandi í síðustu línu. Þess í stað er að finna svört og silfruð hnífapör. Ef marka má athugasemdir og viðbrögð á Facebook er mikil ánægja með væntanleg huggulegheit.

Viður og pastel-litir eru ríkjandi.
Viður og pastel-litir eru ríkjandi. mbl.is/aðsend
Matarstellið er mínimalískt og fjölnota.
Matarstellið er mínimalískt og fjölnota. mbl.is/aðsend
Svört hnífapör eru ákaflega vinsæl um þessar mundir.
Svört hnífapör eru ákaflega vinsæl um þessar mundir. mbl.is/aðsend
Steinbrettin koma í nokkrum stærðum.
Steinbrettin koma í nokkrum stærðum. mbl.is/aðsend
Rómantískur eldhússtóll í fallega miami-bleiku. Stólarnir koma þó ekki fyrr …
Rómantískur eldhússtóll í fallega miami-bleiku. Stólarnir koma þó ekki fyrr en 21. september. mbl.is/aðsend
Blómapottarnir eru smart í borðstofuna eða eldhúsið undir kryddplöntur.
Blómapottarnir eru smart í borðstofuna eða eldhúsið undir kryddplöntur. mbl.is/aðsend
Huggulegt margnota stell.
Huggulegt margnota stell. mbl.is/aðsend
Fallegt og laust við tilgerð.
Fallegt og laust við tilgerð. mbl.is/aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert