Lágkolvetna blómkálsmús með brenndu smjöri

Blómkálsmús er uppáhald margra og í sérstöku dálæti hjá spjallþáttadrottningunni …
Blómkálsmús er uppáhald margra og í sérstöku dálæti hjá spjallþáttadrottningunni Opruh en hún laumar þó alltaf nokkrum kartöflum með. mbl.is/

Einkaþjálfarinn Gunnar Már Kamban lumaði á þessari uppskrift að lágkolvetna mús sem hentar ákaflega vel með fiski, grilluðum kjúklingi eða lambakjöti.

1 meðalstór laukur, smátt saxaður
2 msk. smjör til steikingar
1 blómkálshöfuð
200 ml rjómi
1 góð lúka rifinn ostur
salt og pipar
100 gr. smjör

1. Steiktu laukinn í smjöri eða olíu þar til hann er vel brúnn, taktu til hliðar

2. Settu blómkálið í matvinnsluvél og búðu til blómkálsgrjón

3. Settu pott yfir með rjómanum og blómkálinu og láttu malla á vægum hita

í 15 mínútur

4. Settu laukinn og ostinn saman við og kryddaðu með salti og pipar

5. Hitaðu smjörið í potti þar til það byrjar að sjóða og freyða. Hrærðu vel í því allan tímann og taktu það af hitanum þegar það er komin hnetulykt af því. Hrærðu því svo saman við blómkálsmúsina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert