Reddaðu ferðalaginu með plastfilmu

Plastfilma ætti að vera staðalbúnaður í hverju ferðalagi.
Plastfilma ætti að vera staðalbúnaður í hverju ferðalagi. mbl.is/TheKitchn

Plastfilma er mögulega ein snjallasta uppfinning samtímans og það eru margir sem bíða í ofvæni eftir umhverfisvænni útgáfu af þessum þarfasta þjóni.

Plastfilman dugar til flestra verka í eldhúsinu en þar með eru undraverðir eiginleikar hennar ekki upptaldir. Plastfilma er nefnilega leynivopn atvinnuferðalanga sem kunna að pakka í töskur.

Nú kunnið þið að reka upp stór augu en þetta er dagsatt. Með plastfilmu að vopni getið þið skipulagt ferðatöskuna með þeim hætti að engar líkur eru á að nokkuð týnist, flækist eða sullist og allt komi ókrumpað og vellyktandi (eða því sem næst) upp úr töskunni.

1. Skartgripir: Skartgripir eiga það til að flækjast á ferðalögum (eða bara almennt) og því er það afskaplega hentugt og tímasparandi að vefja þá í plastfilmu svo að ekkert fari í vitleysu. Hægt er að pakka eyrnalokkapörum saman og þannig má einfalda lífið töluvert.

2. Fljótandi vörur: Hver kannast ekki við að opna ferðatöskuna og sjampó eða annar viðlíka vökvi hefur lekið um alla ferðatöskuna. Stundum lekur jafnvel þótt lokið sé á og getur þrýstingurinn um borð í flugvélinni valdið því. Eins eru margir með duft á borð við þurrsjampó og annað sem er í sambærilegum brúsum og það bregst ekki – ávallt skal sullast út heill hellingur þegar það er opnað á áfangastað. Besta leiðin er að taka bút af plastfilmu, setja yfir opið og skrúfa svo tappann á. Óþarfi er að henda plastfilmunni milli þess sem við notum hana enda erum við jú að reyna að vera umhverfisvæn hérna með því að láta ekki neitt fara til spillist.

3. Tannburstinn: Sumir eiga fín hylki utan um burstann en fyrir okkur hin er besta og auðveldasta leiðin að setja plastfilmu utan um hann. Einföld og snjöll leið sem klikkar ekki.

Hvað krumpuvörnina varðar þá erum við enn sem komið er bara að láta okkur dreyma en ef þið lumið á góðu ráði megið þið endilega deila því með okkur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert