Sítrónudropar eru snilld á límbletti

Þessir dropar voru jafnvel útrunnir en svínvirkuðu á leiðinlega límmiðablettinn …
Þessir dropar voru jafnvel útrunnir en svínvirkuðu á leiðinlega límmiðablettinn sem sjá má í baksýn. mbl.is/TM

Þetta góða húsráð lærði ég þegar ég starfaði í blómabúð. Þar þurfti ansi oft að þrífa burt límbletti eftir verðmiða og oft af glervösum. Þá skildi límið gjarnan eftir sig ljótan blett. Blómafrúin sem átti blómabúðina kenndi mér ansi margt og meðal annars það að sítrónudropar ná límblettinum hratt og örugglega burt.

Hellið dropunum í hreina tusku og nuddið uns bletturinn hverfur! Venjulega þarf ekki að nudda mikið. Þetta gengur á alla fleti svo sem hurðir eftir límmiða hjá börnum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert