Líklega eina veitingahús landsins sem vill ekki hagnað

Stúdentakjallarinn er ákaflega vel heppnaður.
Stúdentakjallarinn er ákaflega vel heppnaður. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Útsendarar Matarvefjarins eru sífellt á höttunum eftir girnilegum mat. Nýlega leiddi garnagaulið okkur vinkonurnar á Stúdentakjallarann. Ég verð að viðurkenna að staðurinn er ekki það sem ég bjóst við. Bara alls ekki! Ég sá fyrir mér gömul húsgögn og já eiginlega eitthvað hálffátæklegt og í átt við þá mýtu að stúdentar eigi aldrei peninga og borði bara núðlur og drekki dósabjór. Við höfðum því samband við forsvarskonu staðarins og kynntum okkur málið og matseðilinn.

„Í byrjum árs 2013 opnuðum við nýjan Stúdentakjallara á Háskólatorgi. Við hönnun staðarins höfðum við að leiðarljósi að hann yrði eins konar griðastaður, frábrugðinn öðru húsnæði á svæðinu, þannig að það væri dálítið eins og að fara inn í annan heim þar sem hægt er koma og hlaða batteríin áður en fólk leggst aftur yfir bækurnar,“ segir Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar stúdenta, sem rekur margvíslega þjónustu fyrir stúdenta við Háskóla Íslands. Þar á meðal Stúdentakjallarann.

Rebekka Sigurðardóttir segir Stúdentakjallarann vera rekinn með það markmið að …
Rebekka Sigurðardóttir segir Stúdentakjallarann vera rekinn með það markmið að skila engum hagnaði. mbl.is/Eggert Jóhannesson


Það tókst svo sannarlega að skapa annan heim í kjallara Háskóla Íslands því staðurinn er ekki bara smart heldur er maturinn gífurlega góður og ódýr. Apperol Spritz, einn vinsælasti kokteill á landinu, kostar litlar 1.200 krónur á staðnum en hingað til höfum við ekki séð hann ódýrari en 1.590 krónur.

Stúdentakjallarinn er rekinn á sömu forsendum og öll okkar starfsemi, þ.e. markmiðið er að vera á núlli en ekki græða því hjá okkur eru engir eigendur sem þurfa að fá greiddan arð. Reksturinn þarf bara að standa undir sér. Stúdentar eiga FS og hlutverk stofnunarinnar er að veita þeim sem mesta og besta þjónustu með það að markmiði að auka lífsgæði þeirra. Því meira sem við seljum því auðveldara er að halda verðinu niðri og allir njóta góðs af, bæði stúdentar og aðrir,“ segir Rebekka en allir mega versla á staðnum en stúdentar fá sérstakan afslátt gegn framvísun stúdentaskírteinis.

Tortillapítsa með hráskinku er einn vinsælasti réttur staðarins.
Tortillapítsa með hráskinku er einn vinsælasti réttur staðarins. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Plöntuveggurinn fagri er alsettur lifandi plöntum.
Plöntuveggurinn fagri er alsettur lifandi plöntum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þó að þjónustan sé sniðin að þörfum stúdenta er hún að mestu leyti aðgengileg öllum. Það er í ýmis horn að líta þegar kemur að rekstri staðar sem er með jafn fjölbreytta starfsemi og Stúdentakjallarinn. Það er opið hjá okkur alla daga kl. 11 - 23  nema fimmtud. - laugard. en þá er opið til kl. 01. Staðurinn er allt í senn, kaffihús, veitingastaður, bar og skemmtistaður þar sem margs konar viðburðir fara fram, t.d. tónleikar, Pub Quiz, Pop Quiz, umræður, upplestrar, tungumálastefnumót, sýningar á kvikmyndum og íþróttaviðburðir, svo nokkuð sé nefnt.“

Á staðnum gefur á að líta guðdómlegan plöntuvegg sem fangar augað um leið og komið er inn. „Veggurinn er hollensk hönnun. Þar sem veggir staðarins eru úr sjónsteypu og yfirbragð staðarins þar af leiðandi dálítið „hrátt“ var ákveðið að setja vegginn upp til að gefa hlýju sem andstæðu við steypuna. Plönturnar hafa dafnað vel þó að þær séu ofan í kjallara, á þær skín ljós allar nætur og þar til við opnum en þá slokknar kösturunum. Þannig að það má segja að það sé nótt hjá plöntunum á daginn en glampandi sólardagur hjá þeim á meðan við sofum. Í veggnum er sírennsli þannig að þær fá nægan raka og dafna vel,“ segir Rebekka en veggurinn hefur hlotið mikið lof gesta. 

Plöntuveggurinn er sjálfvökvandi og fær sérstakt gervi-sólarljós á næturnar.
Plöntuveggurinn er sjálfvökvandi og fær sérstakt gervi-sólarljós á næturnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Matseðill staðarins er fjölbreyttur og eitthvað við allra hæfi. Fjöldi rétta er meiri en á mörgum öðrum stöðum því margir sem staðinn sækja mæta jafnvel oft í viku og vilja fjölbreytni. „Við erum með borgara, samlokur, tortilla pizzur, salöt, fisk, kjúkling og fleira,“ segir Rebekka en spurð um uppáhaldsréttinn sinn hikar hún enda mikið um að velja. „Þetta er erfitt. Ég held að ég fái mér oftast tortilla-pizzur með parmaskinku eða kjúklingi og sterka kjúklingavængi. En Kjallaraborgarinn með piparosti er líka alveg ferlega góður. Annars var nýr yfirkokkur að hefja störf, hann Jói, og bind ég miklar vonir við að hann muni bæta við nýjum uppáhaldsréttum á seðilinn,“ segir Rebekka brosandi og hvetur að lokum sem flesta til að kíkja við og upplifa afslappaða stemmninguna og góðan félagsskap stúdenta.

Maturinn á Stúdentakjallaranum er ákaflega bragðgóður og á góðu verði.
Maturinn á Stúdentakjallaranum er ákaflega bragðgóður og á góðu verði. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Hamborgari með piparosti.
Hamborgari með piparosti. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Takið eftir tröppunum sem mynda lítið svið sem notað er …
Takið eftir tröppunum sem mynda lítið svið sem notað er sem borð. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Stúdentakjallarinn er dálítið eins og stórt heimili þar sem fólk …
Stúdentakjallarinn er dálítið eins og stórt heimili þar sem fólk sækir sjálft matinn inn í eldhús og gengur frá eftir sig. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Það er alltaf eitthvað í gangi.
Það er alltaf eitthvað í gangi. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert