Matarstellið frá Tulipop rýkur út

Matarstellið er ákaflega fallegt og um leið umhverfisvænna en plast.
Matarstellið er ákaflega fallegt og um leið umhverfisvænna en plast. mbl.is/Tulipop

Fallegur borðbúnaður er vissulega leið til að lífga upp á lífið. Fyrir skemmstu opnaði Tulipop ákaflega fallega verslun á Skólavörðustíg en þar er meðal annars að finna nýja línu af gullfallegum borðbúnaði fyrir börn sem famleiddur er úr bambus. 

Nýi borðbúnaðurinn er gerður út bambustrefjum sem eru unnar þannig að þær virka mjög svipað plasti, þ.e. borðbúnaðurinn er léttur í sér en brotnar ekki auðveldlega og því tilvalinn fyrir börn. Bambustrefjarnar eru miklu umhverfisvænni en plastið þar sem bambus er fjölær jurt og vörur búnar til úr bambus eru niðurbrjótanlegar í náttúrunni,“ segir Björg Flygenring, markaðs- og sölustýra Tulipop.

Björg starfar í ævintýraheimi Tulipop.
Björg starfar í ævintýraheimi Tulipop. mbl.is/ Saga Sig
Matarstellið er hægt að kaupa í umhverfisvænum gjafapakka.
Matarstellið er hægt að kaupa í umhverfisvænum gjafapakka. mbl.is/TM

„Það tók talsverðan tíma að finna rétta framleiðandann sem gat framleitt lítríkan borðbúnað í anda Tulipop-heimsins, sem er um leið umhverfisvænn, en við erum afar stoltar af því að geta boðið upp á þessa nýjung. Við pössum líka vel upp á að láta gæðaprófa allar okkar vörur og hefur bambusborðbúnaðurinn staðist ölll hæfnispróf.“

Vörumerkið Tulipop er í töluverðri útrás og nýtur mikilla vinsælda en það var stofnað árið 2010 af þeim Signýju Kolbeinsdóttur hönnuði og Helgu Árnadóttur tölvunarfræðingi og MBA. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru á Grandanum, þar sem starfa 5 manns en Tulipop opnaði einnig fyrr á árinu skrifstofu í New York.

Hjartað í fyrirtækinu er ævintýraeyjan Tulipop þar sem búa skrítnar verur með ólíka persónuleika. Þar má t.d. finna hinn hugljúfa sveppastrák Bubble sem er mikill náttúruunnandi og systur hans Gloomy sem er hugrökk og ævintýragjarn uppfinningamaður. Í Tulipop er kynjaímyndum ögrað og virðing við hvert annað og náttúruna höfð að leiðarljósi.

„Tulipop hefur frá stofnun sett hátt í 100 vörur á markað. Vörulínan inniheldur meðal annars vandað úrval af borðbúnaði, húsbúnaði, ritföngum og fylgihlutum, og hefur hún hlotið lof víða um heim og unnið til alþjóðlegra hönnunarverðlauna. Til viðbótar við fjölbreytta vörulínu er Tulipop að vinna að því að blása lífi í ævintýraheiminn með teiknimyndaseríu,“ segir Björg en okkur liggur forvitni á hvort fleiri vörur séu í þróun. 


Kemur til greina að hanna eitthvað fyrir fullorðna?

„Okkar markmið hefur alltaf verið að Tulipop sé fyrir börn á öllum aldri. Þó að krakkar séu vissulega kjarninn í kúnnahópnum í dag þá finnum við í síauknum mæli fyrir áhuga fullorðinna á Tulipop-vörunum og ævintýraheiminum og það býður upp á nýja möguleika í vöruþróuninni. Svo er gaman að segja frá því að nýverið fóru Tulipop-vörur í sölu í verslanakeðjunni Hot Topic, sem rekur 600 verslanir í Bandaríkjunum, þar sem Tulipop-bangsar og -plaststyttur fá frábærar viðtökur hjá unglingunum sem versla í búðunum. “

Hvernig er hægt að standast þessi krútt?
Hvernig er hægt að standast þessi krútt? mbl.is/Tulipop

„Við erum alltaf að koma með nýjar vörur í Tulipop-vörulínuna og er von á að hún muni stækka mikið í vetur þar sem við erum búnar að vera að gera samninga við nokkur flott bandarísk fyrirtæki sem munu framleiða Tulipop-vörur, allt frá sokkum upp í stílabækur og rúmföt.“

Spurð um vinsælasta karakterinn kemur ekki á óvart að það sé hinn brosmildi Fred. „Að öðrum ólöstuðum verður að segjast að karakterinn okkar Fred hefur allt í einu rokið upp í vinsældum og er í dag vinsælasti Tulipop-karakterinn. Hann er krúttlegt skógardýr sem er afar ljúfur inn við beinið. Hann hefur ekki síst fengið frábærar viðtökur meðal ferðamanna og sjáum við hann sem sterkan keppinaut lundans sem táknmynd Íslands.

Fred tekur vel á móti gestum á Skólavörðustíg.
Fred tekur vel á móti gestum á Skólavörðustíg. mbl.is/Golli
Nýju bambusskálarnar hafa selst vel í nýju versluninni við Skólavörðustíg.
Nýju bambusskálarnar hafa selst vel í nýju versluninni við Skólavörðustíg. mbl.is/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert