Salat með ristuðum kartöflum og sinneps- og valhnetuvínagrettu

Girnilegt er það.
Girnilegt er það. mbl.is/food52

Þetta salat er í senn vandræðalega gott og syndsamlega spennandi. Það er líka einkar viðeigandi þar sem haustið liggur í loftinu og því fátt annað að gera en að henda í eitt svona súpersalat og njóta.

Salat með ristuðum kartöflum og sinneps- og valhnetuvínagrettu

Fyrir 6 til 8

Salat

  • 1,8 kg af nýuppteknum kartöflum, helst eins litlum og kostur er
  • 1 bolli valhnetur, ristaðar og gróft saxaðar
  • 1 búnt af basil, gróft rifið niður
  • 1 búnt af vorlauk

Vínagretta

  • 2 hvítlauksgeirar
  • 1 msk. heilkorna sinnep
  • 1 msk. Dijon-sinnep
  • 2 msk. sítrónusafi
  • 1 msk. rauðvínsedik
  • 2 msk. ristuð valhnetuolía
  • 60 ml extra virgin olive oil
  • Sjávarsalt og ferskur nýmalaður pipar eftir smekk

Aðferð

  1. Hitið ofninn í 220 gráður og setjið smjörpappír á tvær ofnplötur eða skúffur.
  2. Þvoið og þurrkið kartöflurnar og dreifið þeim jafnt á ofnplöturnar. Sullið ólífuolíu yfir og hreyfið kartöflurnar til þannig að þær hjúpist vel af olíunni. Kryddið með nýmöluðum svörtum pipar og ristið síðan í ofninum í um 45 mínútur eða svo (fer eftir stærð kartaflnanna). Hreyfið kartöflurnar til reglulega.
  3. Á meðan skulið þið undirbúa vínagrettuna. Flysjið hvítlauksgeirana, leggið á skurðarbretti, setjið vel af salti yfir og saxið og kremjið með hnífnum uns hvítlaukurinn er orðinn vel samanmaukaður við saltið.
  4. Setjið hvítlauksmaukið í litla skál ásamt sinnepi, sítrónusafa og ediki. Pískið vel. Bætið því næst ólífu- og valhnetuolíu saman við og pískið af kappi. Smakkið og kryddið eftir þörfum með salti og pipar.
  5. Þegar kartöflurnar eru tilbúnar skal setja þær í stóra skál. Bætið vorlauk, basil og vínagrettunni saman við og blandið vel saman. Notið stóra sleif og reynið að kremja kartöflurnar dáldið (ekki of mikið þó).
  6. Látið salatið standa við stofuhita í 45 – 60 mínútur. Rétt áður en þið berið fram skal setja valhneturnar saman við.
Valhneturnar og kryddjurtirnar.
Valhneturnar og kryddjurtirnar. mbl.is/food52
Hér má sjá hráefnin sem þarf.
Hér má sjá hráefnin sem þarf. mbl.is/food52
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert