Kartöflu- og blómkálsgratín

Búri er feitur ostur sem gefur rétti sem þessum virkilega …
Búri er feitur ostur sem gefur rétti sem þessum virkilega góða forgjöf. mbl.is/TM

Nýjar fallegar kartöflur fylla nú verslanir og fanga augað og fylla kollinn af draumum um guðdómlega kartöflurétti. Búrinn setur svo punktinn yfir i-ið með rjómakenndri ostaáferð. Þarf að segja meira?

200 g nýjar kartöflur
200 g blómkál
80 g Búri (ostur)
1 dl matreiðslurjómi 
2 hvítlauksrif, söxuð 
1/2 tsk. salt
1/3 tsk. pipar
Ferskt krydd eftir smekk svo sem rósmarín eða garðarblóðberg (timijan)

Skolið kartöflurnar og skerið í 2 eða 4 parta eftir stærð.
Setjið í eldfast mót ásamt 2 msk. af olíu, hvítlauknum auk salts, pipars og kryddsins.
Bakið á grilli við 190 gráður í ofninum í 45 mínútur. 
Bætið þá blómkálinu við. Hrærið í mótinu, hellið rjóma út í og rifnum osti yfir.
Bakið í aðrar 15 mín. eða þar til kartöflurnar eru orðnar mjúkar í gegn en leitist við að hafa blómkálið stökkt.

Blómkálinu er bætt við eftir að kartöflurnar hafa verið bakaðar …
Blómkálinu er bætt við eftir að kartöflurnar hafa verið bakaðar í nokkurn tíma svo blómkálið ofeldist ekki og missi næringar- og vítamíngildi sitt. mbl.is/TM
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert