Unnið á vöktum við að framleiða meiri ís

Gylfi Þór ísgerðarmaður og eigandi Valdísar.
Gylfi Þór ísgerðarmaður og eigandi Valdísar. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Ísbúðin Valdís sem er í eigu Önnu Svövu Knútsdóttur og Gylfa Þórs Valdimarssonar fagnaði 4 ára afmæli fyrir skemmstu með því að setja Valdísar-ísinn í sölu í almennum verslunum. Emmmessís framleiðir ísinn fyrir verslunina en jafnvel þeir hafa ekki undan.

„Litla ísbúðin okkar Valdís er orðin 4 ára og á þeim tíma höfum við fengið margar fyrirspurnir um hvort ekki væri hægt að kaupa ísinn okkar í búðum, sérstaklega frá fólki sem býr langt frá Grandanum,“  seg­ir í fréttatil­kynn­ingu frá Valdísi.

„Í síðustu viku fóru fjórar tegundir í verslanir til reynslu en viðbrögðin voru ákaflega góð en nú er unnið á vöktum við að framleiða meira en stefnan er sett á dreifingu um allt land. „Við vissum auðvitað ekki hvernig þetta myndi takast til og vorum að svolítið stressuð því þetta er miklu stærri pakki en að selja ís í litlu ísbúðinni okkar. En nú er fyrsta framleiðslan að verða uppseld! Við náðum ekki einu sinni að fara með allar tegundir út á land því ísinn kláraðist í bænum. Það þarf því ekkert að lýsa yfir neyðarástandi, það er meiri Valdís á leiðinni í búðir!“ segir enn frem­ur í tilkynningunni.

Matarvefurinn rakst á tvær pakkningar af ísnum eftirsótta í Nettó …
Matarvefurinn rakst á tvær pakkningar af ísnum eftirsótta í Nettó en von er á nýrri sendingu. mbl.is/TM
Lakkrísísinn seldist fyrst upp.
Lakkrísísinn seldist fyrst upp. mbl.is/TM
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert