Smelltu til að versla í kvöldmatinn

Nú er engin þörf fyrir búðarferðir frekar en fólk vill.
Nú er engin þörf fyrir búðarferðir frekar en fólk vill. mbl.is/Rósa Braga

Það má vissulega tala um tímamót í matarinnkaupum í ljósi þess að Nettó opnar í dag sína fyrstu vefverslun og er þar af leiðandi fyrstu lágvöruverslun sem selur matvöru með þessum hætti. Því er í raun hægt að versla í kvöldmatinn með nokkrum smellum.

Það er vefverslunin Aha.is sem sinnir þjónustunni fyrir Nettó en viðskiptavinir panta í gegnum aha.is og get svo valið um að sækja pokana í verslun án aukakostnaðar eða borga 1.490 krónur fyrir heimsendingu sem tekur um það bil 90 mínútur. 

Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa, segir í fréttatilkynningu frá Nettó að netverslunin sé rökrétt þróun við auknum kröfum viðskiptavina. „Við erum meðvituð um að það skiptir öllu máli að vera á tánum og okkur finnst rökrétt skref að bjóða viðskiptavinum okkar upp á þennan valkost. Úrvalið í netversluninni eru á pari við þau sem eru í verslunum okkar og verðin eru nákvæmlega þau sömu.“

Netverslun á Íslandi er ekki ný af nálinni en þetta er í fyrsta sinn sem lágvöruverðsverslun býður upp á slíka þjónustu. Viðskiptavinum Nettó gefst kostur á að gera öll sín matarinnkaup á netinu. Viðskiptavinir geta sótt vörurnar í verslanir Nettó, þar sem þær hafa verið teknar saman, án nokkurs aukakostnaðar. Einnig geta þeir fengið vörurnar sendar heim gegn vægu sendingargjaldi segir enn fremur í tilkynningunni.

Gunnar segir hugmyndina snúast fyrst og síðast um tímasparnað fyrir viðskiptavini sem kjósi að eyða tíma sínum í annað en að fara í búðir og versla. Til að byrja með verður hægt að sækja vörurnar í verslun Nettó í Mjódd eða fá þær heimsendar á höfuðborgarsvæðinu. Áður en árið er úti verður einnig hægt að sækja í verslun Nettó á Granda og í Hafnarfirði. Í fyllingu tímans verður svo hægt að sækja á fleiri staði.  

Nettó braut blað í sögu verslunar á Íslandi í dag …
Nettó braut blað í sögu verslunar á Íslandi í dag þegar fyrsta lágvöruverðsverslunin á netinu var formlega opnuð í morgun inni á Aha.is. mbl.is/Skjáskot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert