Nýjar míní-Kitchenaidvélar vinsælar

Míní Kitchenaid-hrærivélarnar taka minna pláss uppi á borðinu og eru …
Míní Kitchenaid-hrærivélarnar taka minna pláss uppi á borðinu og eru meðfærilegri en þær stærri. mbl.is/Rafland

Kitchenaid-vélarnar hafa hingað til fengist hérlendis í hefðbundnum heimilisútgáfum sem eru með 300 W mótor og 4,8 lítra skál og iðnaðarútgáfu sem er mun stærri og helst notuð á veitingahúsum og í fyrirtækjum. 

Rafland tók nýverið í sölu svokallaðar míní-vélar sem eru mun nettari en þær hefðbundnu og eru hugsaðar fyrir minni rými. Skálarnar eru minni og rúma 3,3 lítra svo þær eru sniðugar fyrir lítil heimili eða þá sem gera minni skammta. Hin hefðbundna Kitchenaid Artisan er rúmlega 11 kíló en sú minni aðeins 6,5 kíló.

Matarvefurinn hafði samband við Rafland og spurði út í viðbrögðin við litlu vélunum. „Míní-hrærivélarnar hafa verið í sölu hjá okkur í um mánuð og áhuginn hefur verið mikill. Þær eru auðvitað aðeins ódýrari líka en Míní kosta 74.990,“ segir Dísa Sigurðardóttir, markaðsfulltrúi Raflands. 

Til að byrja með munu litlu vélarnar vera fáanlegar í heiðbláu, liljubleiku og svörtu. Af hinum hefðbundnu Artisan-vélum er helst að frétta að það er kominn nýr litur í verslanir hérlendis. Liturinn kallast Silk Pink og er fallega ljósbleikur með peruáferð. 

Hér má sjá þær þrjár stærðir sem til eru af …
Hér má sjá þær þrjár stærðir sem til eru af Kitchenaid. Míní, hefðbundin og fyrirtækjaútgáfan. mbl.is/
Hér má sjá míní krútt með appelsínukreistara framan á.
Hér má sjá míní krútt með appelsínukreistara framan á.
Míní-útgáfan hentar vel þar sem lítið pláss er, t.d. í …
Míní-útgáfan hentar vel þar sem lítið pláss er, t.d. í sumarhús hjá þeim sem elska að baka.
Verðið á Silk Pink Artisan-vélinni er 89.990 kr.
Verðið á Silk Pink Artisan-vélinni er 89.990 kr. mbl.is/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert