Svindla í saumaklúbbum

Fimmtudaginn 14. september hefur göngu sýna nýr vefþáttur á Matarvef mbl.is. Þátturinn nefnist Svindlað í saumaklúbb en þáttastýrurnar mynda einnig ritstjórn Matarvefjarins svo erfitt er að hemja þær stöllur á köflum.

Tobba Marinósdóttir og Þóra Sigurðardóttir verða því með brakandi ferska þætti næstu fjóra fimmtudaga. Það óvenjulega við þættina er að þeir snúast um að svindla sem mest og komast upp með það! Hugmyndin gengur út að notast sem mest við aðkeypta aðstoð og bæta svo við lekkerheitum til að fela svindlið. 

Í meðfylgjandi myndbandi má sjá þær stöllur mæta til vinnu að höfustöðvum Árvakurs með tilheyrandi drama og stælum. 

Flestir kannast við að eiga von á gestum en hafa ekki tíma í að gera alls kyns veislukost frá grunni. Í fyrsta þættinum bjóða hinar svikulu dömur upp á súkkulaðitertu með Bailey's og balinískan kjúklingarétt. Þetta er gert á mettíma, með fáránlega stórt hár og kannski eitthvað annað en vatn í kaffibollanum. Af því að stundum þurfa mömmur bara smá hjálp!

Fyrsti þáttur af Svindlað í saumaklúbb fer í loftið á Matarvef Mbl.is 14. september. 

Milli eldhúsverka lesa svindlararnir gjarnan Dallas-bókina með tilheyrandi hneykslun og …
Milli eldhúsverka lesa svindlararnir gjarnan Dallas-bókina með tilheyrandi hneykslun og ópum. J.R. er virkilega erfiður karakter. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Skálað fyrir góðum degi en afraksturinn má sjá á Matarvef …
Skálað fyrir góðum degi en afraksturinn má sjá á Matarvef mbl.is næsta fimmtudag. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Þátturinn er bannaður yngri en 18 ára. Eða alla vega …
Þátturinn er bannaður yngri en 18 ára. Eða alla vega 12 ára. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert