Gísli Matthías sýnir meistaratakta í Mathöllinni

Björn Steinar, Gísli Matthías og Gísli Grímsson ásamt Írisi Ósk …
Björn Steinar, Gísli Matthías og Gísli Grímsson ásamt Írisi Ósk Laxdal sem hannaði staðinn. Árni Sæberg

Ein skærasta stjarna íslensku matarsenunnar hefur fundið sér nýjan samastað í Reykjavík eftir að hafa yfirgefið Mat og drykk fyrr á þessu ári. Gísli Matthías Auðunsson er maðurinn á bak við SKÁL! sem er að finna í húsakynnum Matarhallarinnar á Hlemmi.

Maturinn er í takt við það sem Gísli hefur verið að brasa undanfarin misseri þar sem áherslan er lögð á íslenskt hráefni og unnið út frá íslenskri matarhefð. Hefðbundin hráefni sett í nýjan búning og ruglað skemmtilega í skilningavitum okkar, þá ekki síst okkar sem erum vön matnum, eins og til dæmis laufabrauðinu sem boðið er upp á, en í stað þess að djúpsteikja það eins og venja er bakar Gísli það og kryddar með kúmeni.

Það eru þrír vinir sem standa á bak við SKÁL en auk Gísla eru það Björn Steinar Jónsson, stofnandi og eigandi Saltverks og Gísli Grímsson. Gísli segir að hugmyndafræðin á bak við SKÁL! byggi á því að það eigi að vera gaman. Góð gæði, gott andrúmsloft, frumlegur matur og skemmtilegir kokteilar.

Nafnið kemur frá sögninni „að skála“ enda sé alltaf tilefni til að skála fyrir einhverju, stóru eða smáu. Það er alltaf tækifæri til þess. Hugmyndafræðin minni um margt á Slippinn í Vestmannaeyjum sem einnig er í eigu Gísla en meiri áhersla er lögð á góða drykki á borð við kokteila á krana, vel valin vín og hágæða íslenska bjóra en síðan séu fáir en góðir smáréttir á meðan á Slippnum er meiri áhersla á matinn.

Hönnunin er glæsileg.
Hönnunin er glæsileg. Árni Sæberg
Bakað laufabrauð með kúmeni.
Bakað laufabrauð með kúmeni. Árni Sæberg
Þari í ýmsum bragðgóðum útfærslum.
Þari í ýmsum bragðgóðum útfærslum. Árni Sæberg
Hægeldað grísakjöt sem bragðaðist einstaklega vel.
Hægeldað grísakjöt sem bragðaðist einstaklega vel. Árni Sæberg
Ein með öllu! Pylsan er sérgerð fyrir Gísla og félaga.
Ein með öllu! Pylsan er sérgerð fyrir Gísla og félaga. Árni Sæberg
Saltfisk krókettur.
Saltfisk krókettur. Árni Sæberg
Tartar sem smakkaðist dásamlega.
Tartar sem smakkaðist dásamlega. Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert