Mathöllin úttekt: Kröst fær fullt hús

Hamborgarinn frægi þykir sérstaklega góður með kampavíni.
Hamborgarinn frægi þykir sérstaklega góður með kampavíni. mbl.is/TM

Einn af nýju stöðunum í Mathöllinni Hlemmi er hinn geysivinsæli og gómsæti Kröst. Staðurinn hefur getið sér gott orð fyrir óvenjulega en góða tvennu, hamborgara og kampavín. Matarvefurinn rann á lyktina og smakkaði, skoðaði og skálaði á Kröst. Aðalréttirnir kosta á bilinu 1.790 - 2990 krónur og KRÖSTÍ borgarinn kostar 2.190 kr. í hádegistilboði. 

Mathöllin Hlemmi er ákaflega vel heppnuð.
Mathöllin Hlemmi er ákaflega vel heppnuð. mbl.is/TM

Staðurinn er í eigu matreiðslumannsins Böðvars Darra Lemacks. Böddi eins og hann er kallaður hefur snert pönnu víða meðal annars á Apótekinu, Grillmarkaðnum, Argentínu steikhúsi og Hótel Eddu. „Matreiðsla hefur alltaf verið ástríða mín og ég hef notað hvert tækifæri til þess að elda og pæla í mat,“ segir Böddi en viðtökurnar við staðnum hafa verið ákaflega góðar.

„Matseðillinn á Kröst samanstendur af nokkrum réttum, við erum með steikur, fisk, grænmeti og Kröstí hamborgarann okkar fræga. Við leggjum áherslu á að nota bara besta hráefnið enda er markmiðið að hver einasti réttur sé einstakur og eftirminnilegur. Þess vegna höfum við þá ekki of marga. Við erum líka mjög stolt af vínúrvalinu okkar. Okkur langaði að bjóða upp á hágæðavín á viðráðanlegu verði með matnum okkar,“ segir Böddi en mörg hágæða vín má velja um í glasi og kampavínúrval staðarins er til fyrirmyndar. 

Meðlætið með réttunum var ákaflega gott og skemmtilega óhefðbundið. Beikonvafða …
Meðlætið með réttunum var ákaflega gott og skemmtilega óhefðbundið. Beikonvafða bleikjan var virkilega góð. mbl.is/TM


Hvern hefði grunað að einn daginn væri hægt að sitja Og sötra kampavín og borða stórkostlegan mat á Hlemmi? Hvernig kom það til að þið ákváðuð að leggjaáherslu á kampavín? „Finnst ekki öllum ógeðslega gaman að skála í góðu kampavíni? Við höfum einfaldlega mikinn áhuga á kampavíni og langaði til að leggja okkar af mörkum til að gera kampavínsmenninguna hérna skemmtilegri. Við erum með tólf mismunandi tegundir þar á meðal Egly Ouriet Brut Grand Cru sem er einstakt boutique vín. Fyrir sælkerana erum við svo með hið eina sanna Krug, sem er móðir og drottning alls kampavíns.“

Hvern hefði grunaðað kampavínskælir myndi einn daginn taka á móti …
Hvern hefði grunaðað kampavínskælir myndi einn daginn taka á móti fólki við innganginn á Hlemmi? Kampavínfslöskurnar kosta frá 9.500 krónum. mbl.is/Árni Sæberg


Hönnun staðarins er vel heppnuð en mikið mæður á hönnuðum staðanna þar sem pláss er af skornum skammti og huga þarf að reykræstingu, loftgæðum í kringum eldun,uppþvottaraðstöðu og mörgu fleira. „Magdalena Sigurðardóttir arkitekt hannaði staðinn og gerði það með miklum sóma. Við erum alveg í skýjunum með útkomuna,“ segir Böddi sem er hæst ánægður með stemminguna sem er að myndast í Mathöllinni.

„Mathöllin er alveg frábær og hefur stimplað sig vel inn frá fyrsta degi. Við sjáum að fólk kemur til dæmis hingað allan daginn fyrir „hittinga“ af ýmsum toga. Það er mjög ánægjulegt að sjá. Hlemmur var auðvitað í mikilli niðurníðslu og Mathöllin hefur gjörbreytt allri ásýnd svæðisins,“ segir hann að lokum og hvetur sem flesta á kíkja við og upplifa stemminguna á staðnum.

Kindakjötsspjótin eru sannkallað gúmmelaði fyrir kjötunnendur.
Kindakjötsspjótin eru sannkallað gúmmelaði fyrir kjötunnendur. mbl.is/TM
Yfirþjónninn Haukur Hauksson og Grímur Grétarsson, matreiðslumaður á Kröst, eru …
Yfirþjónninn Haukur Hauksson og Grímur Grétarsson, matreiðslumaður á Kröst, eru topptýpur. Þjónustan er til fyrirmyndar og maturinn virkilega góður. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert