Skammturinn kostar 183 krónur

Erna og Kungsang inn á Ramen Lab.
Erna og Kungsang inn á Ramen Lab. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Ramen Momo hefur verið rekinn við góðan orðstýr á Tryggvagötu og nú hafa eigendurinir, hjónin Kungsang Tsering og Erna Péturadóttir, opnað velkomna viðbót sem hlotið kallast Ramen Lab og er til húsa á Grettisgötunni.

Ramen Lab er í grunnin vinnustofa þeirra hjóna þar sem allar núðlurnar þeirra eru framleiddar. Í þeim tilgangi fór Kungsang til Japans og lærði allt sem viðkom núðlugerð frá grunni, auk þess sem þau fluttu inn forláta núðlugerðarvél sem býr til núðlurnar.

Tildrögin voru einföld. Þeim hafi fundist glórulaust að flytja inn núðlur sem í grunninn eru gerðar úr vatni og hveiti. Hér á landi sé besta vatn sem hugsast getur og því þótti þeim þetta eina vitið. Eins gáfulegt og það hljómar þá eru þau engu að síður þau einu sem framleiða núðlur á Íslandi og reyndar fullyrða þau að þau séu þau einu í Evrópu. Að auki séu þær lífrænar sem sé ekki algengt en allt hveiti fá þau frá Brauð & co. Veitingastaðurinn þeirra, Ramen Momo, er eini staðurinn hér á landi sem býður upp á ramen núðlur hér á landi og upphaflega hafi Ramen Lab verið hugsað sem framleiðslustaður fyrir núðlurnar sem þau nota. Þau hafi þó ákveðið að opna dyrnar og gefa fólki kost á að kaupa núðlurnar ferskar frá þeim enda margir sem elska núðlur. Að auki er hægt að kaupa hjá þeim kimchee og sósuna þeirra góðu sem margir hafa falast eftir og er nú loks fáanleg.

Enn sem komið er bjóða þau bara upp á ramen núðlur en munu í framíðinni bæta við soba og udon núðlum. Það sem er byltingarkennt hér á ferð er að Ramen Lab er eini staðurinn á Íslandi þar sem hægt er að fá heimagerðar og ferskar núðlur sem í þokkabót eru lífrænar. En vélin sem þau nota er innflutt frá Japan.

Momo Ramen hefur notið mikilla vinsælda frá opnun og má fastlega búast við að viðtökurnar á Ramen Lab verði góðar enda mikil forréttindi fyrir íslenska neytendur að geta keypt ferskar og lífrænar núðlur sem í ofanálag eru vegan á verði sem er fyllilega samkeppnishæft við innflutta pakkavöru en skammturinn kostar 183 krónur.

Þau Erna og Kunsang kynntust upphaflega á Indlandi, en Kungsang er frá Tíbet. Erna starfaði þar sem kennari og Kungsang var í listaskóla auk þess sem hann hefur starfað fyrir sjálfan Dalai Lama. Tveimur árum síðar fluttu þau til Barcelona en Kungsang segist ekki hafa fundið sig þar í margmenninu. Þau hafi því ákveðið að flytja til Íslands sem hann segir hafa verið góða ákvörðun. Ísland eigi margt sameiginlegt með Tíbet, meðal annars sé landslagið mjög svipað. Parið á í dag tvö börn, þau Stellu Dechen sem er sex ára og Alecander Khawa sem er fjögurra ára.

Heimasíðu Ramen Momo er hægt að nálgast hér.

Vélin sem gerir núðlurnar er innflutt frá Japan og það …
Vélin sem gerir núðlurnar er innflutt frá Japan og það tók hálft ár að koma henni hingað til lands. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Núðludeigið tilbúið.
Núðludeigið tilbúið. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Ferskara gerist það vart.
Ferskara gerist það vart. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Splunkunýjar og ferskar núðlur.
Splunkunýjar og ferskar núðlur. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Núðlunum er pakkað í handhægar og umhverfisvænar umbúðir.
Núðlunum er pakkað í handhægar og umhverfisvænar umbúðir. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Mikið er lagt upp úr öllum smáatriðum á Ramen Lab.
Mikið er lagt upp úr öllum smáatriðum á Ramen Lab. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Ramen Lab er einstaklega fallegur og útpældur staður.
Ramen Lab er einstaklega fallegur og útpældur staður. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert