Frunsan farin en hvernig fer fýlan?

Hvítlaukur er allra meina bót.
Hvítlaukur er allra meina bót.

Frétt Matarvefsins um húsráðið góða við frunsu hefur farið víða í dag og við fengið urmul athugasemda frá lesendum sem taka undir og staðfesta að þetta góða ráð virkar.

Sjá frétt mbl.is: Frunsuna burt með einföldu húsráði.

En okkur lék forvitni á að vita hvernig í ósköpunum maður losnar við hvítlaukslyktinna að meðferð lokinni, þá sér í lagi þegar maður eru búinn að handleika mikinn hvítlauk og maka honum reglulega í andlitið.

Hér kemur því næsta húsráð en það kveður á um að besta leiðin til að losna við hvítlaukslykt sé að nota sítrónu. Best sé að skera sítrónuna niður í sneiðar og skola hendurnar upp úr safanum með köldu vatni. Nota skal börkinn til að nudda fingurna og þá áttu að lykta eins og ilmandi fersk sítróna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert