Veitingahúsið Nóra fékk andlitslyftingu og punt-herbergi

Hreiðar er afar ánægður með útkomuna.
Hreiðar er afar ánægður með útkomuna. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Veitingahúsið Nóra við Austurvöll fékk nýlega mikla og skemmtilega yfirhalningu. Matarvefurinn hafði samband við Hreiðar Þór Jónsson einn eiganda staðarins en Hreiðar er í forsvari fyrir fimm fjölskyldur sem eiga staðinn.

Hvaða stemmingu vilji þið fanga á Nóru? 
„Pælingin á bakvið Nóru er að ná til fólksins sem vill geta sest niður og talað saman yfir drykk eða mat án þess að vera yfirgnæfð með tónlist.  Borðað góðan mat án þess að þurfa borga hálfann handlegg og drukkið góða drykki með félögunum. Við erum með fjölbreytt úrval af léttvíni bæði í flöskum og glasavís. Smáréttirnir hafa slegið í gegn og ekki skemmir að fá 3 fyrir 2 á réttunum. Hugmyndin er að keyra stemninguna aðeins upp á kvöldin frá fimmtudegi til laugardags með áhugaverðum kokteilum,“ segir Hreiðar en 3 fyrir 2 af smáréttunum er tilboð sem lengi hefur verið á staðnum og notið mikilla vinsælda. 

Takið eftir kósýhorninu fyrir framan stigan.
Takið eftir kósýhorninu fyrir framan stigan. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Það voru þeir Haukur hjá Erka og Ingi í Lumex sáu um hönnun á staðnum. „Við lögðum töluvert upp úr því að endurnýta eldri hluti í bland við nýtt. Þess vegna keyptum við mjög þægilega stóla sem höfðu verið á veitingastaðnum á Borginni og létum sprauta og yfirdekkja í okkar stíl. Við höfum líka fengið mikið lof fyrir leðurbekkina hjá okkur sem Grétar og félagar í GÁ húsgögnum sáu um fyrir okkur. Ljósin eru öll frá Lumex og spegillinn á efri pallinum er úr Hugmyndir og heimili,“ segir Hreiðar en marmaraborðið á miðju staðarins fangar þó án efa athygli flestra sem inn koma. „Marmarinn er ítalskur og féllum við alveg fyrir honum enda alveg sturlað flottur.“

Salernið er með glæsilegasta móti.
Salernið er með glæsilegasta móti. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Klósettaðstaða staðarins var tekin alveg í gegn og er nú kynjalaust opið rými þar sem hvert klósett er loka af líkt og margir muna eftir úr Ally MacBeal þáttunum vinsælu. „Klósettin eru í sjálfu sér kynjalaus þar sem það eru allir velkomnir. Þetta fyrirkomulag hefur gengið mjög vel síðan við opnuðum og við höfum fengið mikið lof fyrir þessa breytingu.“

En bíðið við það er sérlegt herbergi tilað hressa upp á útlitið. „Punt-herbergið var algjör viðbót sem kom í seinni hálfleik í breytingunum og tilvalið var að dekra smá við kúnnana og bjóða þeim upp á aðstöðu þar sem fólk getur lagað sig til án þess að fólk þurfi að bíða í röðum eftir að komast að vaskinum eða salerni.“

Stólarnir eru af Hótel Borg.
Stólarnir eru af Hótel Borg. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Mesta áskorunin var að taka vinsælan stað sem þurfti andlitslyftingu og breyta svoldið um kúrs. Maturinn hafði alltaf fengið háa einkunn en við vildum gera enn betur og því var það áskorun að gera áhugaverðan matseðil sem hentaði fyrir gjörbreyttan stað með mat þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Við lögðum því töluvert mikla áherslu á smáréttina þar sem fólk getur valið úr fjölda rétta,“ segir Hreiðar en Nóra er einngi vinsæll áningastaður á Happyr hour en alla virka daga frá kl. 16:00-19:00 er allur bjór á krana ásamt rauðvíns- og hvítvínsglösum á hálfvirði. 

Takið eftir fallegu marmaraborðinu.
Takið eftir fallegu marmaraborðinu. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Gyllt, svart, dökkblátt og brass einkennastaðinn.
Gyllt, svart, dökkblátt og brass einkennastaðinn. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Smáréttir eru vinsælir á Nóru.
Smáréttir eru vinsælir á Nóru. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert