Mathöllin heldur áfram að slá í gegn

Hér má sjá taco ásamt þeim girnilegu sósum sem í …
Hér má sjá taco ásamt þeim girnilegu sósum sem í boði eru. mbl.is/ÞS

Hrifning okkar á Mathöllinni ætlar engan endi að taka og í þetta skipti er það mexíkóski veitingastaðurinn Taquería la Poblana sem skoraði hátt. Staðurinn framreiðir dásamlegan mexíkóskan mat að hætti Juan Carlos Peregrina Guarneros sem töfrar þar fram mat eins og mamma hans og amma kenndu honum. Mjúkar maíspönnukökur gerðar á staðnum og bornar fram með gómsætu grænmeti, kjöti eða sjávarfangi og ferskum og framandi chilisósum.

Fyrir þá sem þekkja eingöngu mexíkóskan mat úr stórmörkuðum kemur bragðið mögulega á óvart. Taco- og salsasósur eru víðsfjarri en þess í stað er boðið upp á ekta sósur sem allar koma beint frá hjarta Mexíkó.

Í Mathöllinni var mikið að gera og iðaði allt af lífi. Fólk á öllum aldri naut alls kyns veitinga og greinilegt að ánægja gesta var mikil.

Matarvefurinn fékk sér taco og það skemmtilega var – fyrir utan bragðgæðin – hvað verðið var gott.

Og bestu athugsemd kvöldsins átti níu ára drengur sem gæddi sér á taco og tilkynnti glaður í lok máltíðar að þetta væri frábært.

Á laugardagskvöld verður svo haldið upp á þjóðhátíðardag Mexíkó á Taquería la Poblana þar sem boðið verður upp á moli og fleira góðgæti sem mun að öllum líkindum sprengja alla skala.

Matarvefurinn fagnar þessari fjölbreytni og mun halda áfram að fjalla um veitingastaðina í Mathöllinni.

Einstaklega bragðgott taco.
Einstaklega bragðgott taco. mbl.is/ÞS
Það var mikill handagangur í öskjunni.
Það var mikill handagangur í öskjunni. mbl.is/ÞS
Matseðillinn í allri sinni dýrð.
Matseðillinn í allri sinni dýrð. mbl.is/ÞS
Sósurnar voru misbragðsterkar.
Sósurnar voru misbragðsterkar. mbl.is/ÞS
Skiltið góða.
Skiltið góða. mbl.is/ÞS
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert