Tókst í 263. tilraun

Dawn Russell.
Dawn Russell. mbl.is

Hún lifði lífi sem flesta dreymir um. Ung og glæsileg, fædd með silfurskeið í munninum og starfaði sem fyrirsæta fyrir öll helstu tískuhús í heims. Þar til henni var tjáð að hún væri með þriðja stigs húðkrabbamein og sjálfsagt væri best fyrir hana að ganga frá erfðaskránni sinni.

Dawn Russell gekk í gegnum erfiða baráttu við krabbamein en fann fljótlega út að mataræði hafið mikið að gera með líðan hennar meðan hún var að ganga í gegnum meðferðirnar. Hún hefur eytt undanförnum árum í að þróa töflur sem heita G8 og innihalda meðal annars spínat, spírulina, aloe vera, hveitigras, þörunga og bygg.

Vöruþróunin tók langan tíma og alls voru 263 frumgerðir framleiddar sem Russell gæddi sér á ásamt fjölskyldu sinni sem tók þátt í verkefninu með henni.

Töflurnar eru komnar á markað erlendis en það sem Russell gerði einnig var að búa til sérstaka útgáfu af töflunum sem hægt var að setja beint út í matinn. Af því tilefni gaf hún á dögunum út matreiðslubókina G8 sem inniheldur einmitt eingöngu uppskriftir – allt frá einföldum morgunverði upp í rammáfenga drykki, sem allir innihalda töflurnar góðu.

Mörg ár eru síðan Russell sigraðist á krabbameininu en hún hefur verið ötull talsmaður jákvæðrar sjálfsmyndar fyrir ungar stúlkur og þess að borða hollt og gott fæði.

Bókin sem Russell sendi frá sér.
Bókin sem Russell sendi frá sér. mbl.is
Töflurnar góðu – bæði í töfluformi og eins uppleysanlegu formi …
Töflurnar góðu – bæði í töfluformi og eins uppleysanlegu formi til að setja út í matinn. mbl.is
Grænfóður er gott fyrir líkama og sál.
Grænfóður er gott fyrir líkama og sál. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert