Útþanin og orkulaus?

Kókoshnetan getur aukið brennslu, bætt einbeitingu og dregið úr sykurlöngun …
Kókoshnetan getur aukið brennslu, bætt einbeitingu og dregið úr sykurlöngun að sögn Júlíu. mbl.is/lifdutilfulls.is

„Útþanin og orkulaus,?“ spyr Júlía Magnúsdóttir, heilsumarkþjálfi hjá Lifdutilfulls.is, í nýjum pistli á vefsíðu sinni. 

„Margir upplifa orkuleysi og þá er algengt að sækjast í skyndiorku frá sykri seinni hluta dags. Í dag langar mig að deila með þér uppskrift sem gefur langvarandi orku, slær á sykurlöngunina og dregur úr uppþembu,“ segir Júlía en uppskriftin er innblásin af Juice Roots, krúttlegum stað fyrir utan Akrapólis í Aþenu í Grikklandi sem Júlía heimsótti í sumar.

Gríska gyðjan

1 bolli kókosmjólk
handfylli grænt salat
1/2 bolli frosinn ananas
1/4 bolli íslensk jarðarber
1/4 bolli íslensk bláber eða krækiber
1 msk. gojiber
1 msk. kókosolía brædd

1. Setjið öll innihaldsefni nema kókosolíu í blandarakönnuna og hrærið.

2. Bætið kókosolíunni við rétt undir lokin og hrærið örlítið en kókosolían harðnar hratt ef hún er sett saman með frosnum berjum eða klökum.

Prófið ykkur áfram með möndlu- eða hnetumjólk í stað kókosmjólkur eða bætið við 1/4 tsk. af kanil eða túrmerik fyrir bætta meltingu og bólgueyðandi áhrif. Það er auðvelt og gaman að prófa sig áfram með það að bæta út í drykkinn því sem líkaminn þarfnast hverju sinni.

Fallegur morgunmatur gefur tóninn fyrir fagran dag.
Fallegur morgunmatur gefur tóninn fyrir fagran dag. mbl.is/Lifdutilfulls.is
Júlía í Grikklandi í sumar en hún fór í veglega …
Júlía í Grikklandi í sumar en hún fór í veglega heimsreisu þar sem bragðlaukarnir komust á flug en hún kom heim með alls konar nýjar hugmyndir. mbl.is/Lifdutilfulls.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert