Dúnmjúkar krækiberja múffur með stökkum toppi

Dúnmjúkar með stökkum toppi og hreinlega kalla á ískalt mjólkurglas.
Dúnmjúkar með stökkum toppi og hreinlega kalla á ískalt mjólkurglas. mbl.is/blaka.is

Lilja Katrín Gunnarsdóttir bökunarbrjálæðingur á blaka.is er í hauststuði og bakaði stórgóðar krækiberjamúffur fyrir helgina en auðvitað má nota hvaða ber sem er.

Múffur
55 g mjúkt smjör
1 1/2 bolli sykur
1 Nesbú-egg
1 tsk. vanilludropar
1 1/2 bolli Kornax-hveiti
1 tsk. lyftiduft
1/2 tsk. salt
1/4 bolli sýrður rjómi
1/4 bolli mjólk
1 1/2 bolli krækiber(plús 1 msk. hveiti til að velta þeim upp úr)

Mulningur
55 g mjúkt smjör
1/4 bolli sykur
1/4  bolli púðursykur
1/2 bolli Kornax-hveiti


Leiðbeiningar

Hitið ofninn í 180°C og takið til ca 16-18 múffuform.
Hrærið smjör og sykur mjög vel saman og bætið síðan eggi og vanilludropum saman við.
Blandið restinni af þurrefnunum vel saman í einni skál og sýrðum rjóma og mjólk saman í annarri.


Skiptist á að blanda þurrefnum og mjólkurblöndunni saman við smjörblönduna þar til allt er vel blandað saman.


Veltið krækiberjunum upp úr 1 matskeið af hveiti og blandið þeim varlega saman við deigið.
Deilið deiginu í forminu og búið síðan til mulninginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert