Guðdómlegt fetaosts- og grænkálspestó úr Garðabæ

Guðdómlegt grænkálspestó. Leyniinnihaldið er svo fetaostur.
Guðdómlegt grænkálspestó. Leyniinnihaldið er svo fetaostur. mbl.is/TM

Þorsteinn Ásgrímsson aðstoðarfréttastjóri mbl.is er matgæðingur mikill. Hann á heiðurinn af þessu dásamlega pestói sem sló rækilega í gegn meðal starfsfólks Árvakurs. Ég er viss um að þetta pestó er sannkölluð snilld ofan á ofnbakaðan kjúkling eða í kaldar vefjur með grænmeti. 

Grænkálið er úr garðinum hjá honum en ræktunarskilyrði í Garðabæ virðast með eindæmum góð en Þorsteinn kemur nánast daglega með full box af gúmmelaði úr garðinum.

Guðdómlegt grænkálspestó

1 dl furuhnetur
0,5 - 1 dl góð olía
2-4 hvítlauksrif eftir smekk 
3 væn grænkálsblöð
1/3 hluti af fetakubb (þessum stóra frá MS)
Smá svartur pipar malaður

Allt sett saman í matvinnsluvél og maukað saman en varist að ofmauka. 

mbl.is/TM
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert