Allt á fullu í Hörpu

mbl.is/Sigurjón Ragnar

Klúbbur matreiðslumeistara velur Kokk ársins 2017 í kvöld en keppnin stendur sem hæst í Hörpu og lýkur kl 22.00, þar sem keppendur elda 3ja rétta matseðil í IKEA eldhúsum með hráefni frá Nettó.

„Fjölmargir gestir hafa fylgjast með keppninni í allan dag. Gestir sem tryggðu sér miða á sérstakan Kokkalandsliðs kvöldverð samhliða keppninni fá að fylgjast með síðustu réttunum sem koma úr eldhúsum keppenda," segir í tilkynningu frá Klúbbi Matreiðslumeistara.

Gummi Ben heldur uppi keppnisstemningu og  Eyþór Ingi og landsliðið spila í takt. „Um val sigurvegarans sér fjölskipuð 11 manna dómnefnd sem fylgir eftir vinnubrögðum keppenda í þaula og smakkar allan matinn. Yfirdómari er Krister Dahl frá Svíþjóð. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar mun síðan krýna Kokk ársins 2017 í lok kvölds,“ segir í tilkynningunni en margir hafa lagt leið sína í Hörpu í dag til að fylgjast með girnilegum gjörningi matreiðslumananna.

mbl.is/Sigurjón Ragnar

Keppendur sem keppa um titilinn Kokkur ársins 2017.

  • Víðir Erlingsson Bláa Lónið
  • Rúnar Pierre Heriveaux Grillið Hótel Saga
  • Garðar Kári Garðarsson Deplar Farm / Strikið
  • Hafsteinn Ólafsson             Sumac Grill + Drinks
  • Bjarni Viðar Þorsteinsson Sjávargrillið
Lyktin í Hörpu er syndsamleg.
Lyktin í Hörpu er syndsamleg. mbl.is/Sigurjón Ragnar
Matreiðslumenn leika listir sínar í Hörpu í dag.
Matreiðslumenn leika listir sínar í Hörpu í dag. mbl.is/Sigurjón Ragnar
Það má vel læra ýmislegt með .því að fylgjast með …
Það má vel læra ýmislegt með .því að fylgjast með kokkunum að störfum. mbl.is/Sigurjón Ragnar
mbl.is/Sigurjón Ragnar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert