Rifsberjahlaup á heimsmælikvarða

mbl.is/

Rifsber eru frábær og rifsberjahlaup er ennþá frábærara ef marka má vinsældir þessa fagurrauða hlaups sem flestir landsmenn leggja sér til munns reglulega.

Þessi uppskrift er skotheld og sérdeilis bragðgóð – svo mjög reynar að við höldum því fram að hún sé á heimsmælikvarða.

Þú þarft:
1, 2 kg af rifsberjum
800 g af sykri
3 rauð chillí aldin 

Sú sem á heiðurinn að henni segist bókstaflega hafa dottið inn í runna í hverfinu sínu í morgungöngutúr á dögunum og komið heim með rúmt kíló af rifsberjum.

Hún hafi skolað þau mjög vel og skellt í pott ásamt þremur stykkjum af niðurskornum chili-aldin með fræjunum. Við þetta bætti hún tæpu kílói af sykri en ákvað að hafa örlítið minna magn af sykri en berjum.

Því næst var stillt á mjög vægan hita og maukað vel saman í dágóða stund þar til suðan kom upp. Blandan var soðin í 3-5 mín. og þá slökkt undir. Blandan var maukuð á meðan hún kólnaði aðeins og þykknaði. Því næst var hún sigtuð með grófu sigti til þess að fá svolítið af berjunum og chili-inu með. Loks var blöndunni hellt ofan í sjóðandi heitar og nýhreinsaðar krukkur. Þrátt fyrir að nota ekki sultuhleypi er sultan mjög þétt í sér og bragðast dásamlega!

mbl.is/
mbl.is/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert